Innlent

Drógu kæru til baka

Verkalýðsfélag Akraness, sem kært hafði fyrirtækið Sputnikbátar fyrir að hafa fimm pólska verkamenn í vinnu án tilskilinna leyfa, hefur dregið kæruna til baka. Sættir í málinu urðu þær að fyrirtækið sækir um tímabundið atvinnuleyfi fyrir verkamenninina og gerir að því loknu við þá ráðningarsamning þar sem þeim verða tryggð lágmarkslaun á grundvelli kjarasamninga. "Þeir eru vissulega hæstánægðir með framvindu mála," segir Ingólfur Árnason, einn af eigendum fyrirtækisins, um viðbrögð verkamannanna. "Við erum líka afar sáttir við þessi málalok og vonum að þeir verði hér sem lengst enda góðir starfskraftar," bætir hann við. "Verkalýðsfélag Akraness er himinlifandi með þessa niðurstöðu," segir Vilhjálmur Birgisson formaður þess. "Núna greiða þessir fimm verkamenn skatta til íslensks samfélags og svo er þetta ánægjulegt í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja að starfsmannaleigur greiði þau laun sem kjarasamningar hér á landi gera ráð fyrir svo eina leiðin er að gera við þá ráðningarsamininga hér á landi," segir Vilhjálmur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×