Skammarlegt fyrir ríkisstjórnina 12. september 2004 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari framlögum til öryrkja vegna samnings stjórnvalda við þá fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann sagðist líta svo á að samkomulagið væri að fullu efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist í dag ekki ætla að ræða þessi ummæli forsætisráðherra enda liti hann svo á að hann væri bundinn trúnaði um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði þó að fjallað væri um málefni öryrkja með margvíslegum hætti í fjárlagafrumvarpinu og fjáraukalögum. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur lýst því yfir að ef ekki sé gert ráð fyrir fullum efndum á fjárlögum verði því svarað með málsókn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spyr sig hvort sjálfstæðismenn muni áfram ráða ferðinni í öllum málum eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Hún kveðst ekki trúa því fyrr en á reyni að ráðherrarnir ætli að leggjast svo lágt að svíkja þetta kosningaloforð. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Jóhann segir ríkisstjórnina hafa lafað saman á samkomulaginu sem hún gerði við Öryrkjabandalagið fyrir kosningarnar í fyrra því fyrir lá að öryrkjar ætluðu að láta í sér heyra. Það gerðu þeir hins vegar ekki vegna samkomulagsins. Hún segist heldur ekki trúa því að þingmenn Framsóknarflokksins ætli ekki að standa við bak heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Maður spyr auðvitað í hvers lags þjóðfélagi maður býr þegar öryrkjar þurfa í fjórða sinn á stuttum tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari framlögum til öryrkja vegna samnings stjórnvalda við þá fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann sagðist líta svo á að samkomulagið væri að fullu efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist í dag ekki ætla að ræða þessi ummæli forsætisráðherra enda liti hann svo á að hann væri bundinn trúnaði um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði þó að fjallað væri um málefni öryrkja með margvíslegum hætti í fjárlagafrumvarpinu og fjáraukalögum. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur lýst því yfir að ef ekki sé gert ráð fyrir fullum efndum á fjárlögum verði því svarað með málsókn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spyr sig hvort sjálfstæðismenn muni áfram ráða ferðinni í öllum málum eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Hún kveðst ekki trúa því fyrr en á reyni að ráðherrarnir ætli að leggjast svo lágt að svíkja þetta kosningaloforð. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Jóhann segir ríkisstjórnina hafa lafað saman á samkomulaginu sem hún gerði við Öryrkjabandalagið fyrir kosningarnar í fyrra því fyrir lá að öryrkjar ætluðu að láta í sér heyra. Það gerðu þeir hins vegar ekki vegna samkomulagsins. Hún segist heldur ekki trúa því að þingmenn Framsóknarflokksins ætli ekki að standa við bak heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Maður spyr auðvitað í hvers lags þjóðfélagi maður býr þegar öryrkjar þurfa í fjórða sinn á stuttum tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira