Fleiri fréttir

Flugkappar á flugsýningu

Þrír af elstu flugmönnum Íslendinga upplifðu það í Englandi um helgina að fljúga með sams konar vél og þeir flugu á fyrstu starfsárum sínum fyrir sextíu árum. Í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stofnun Loftleiða skipulögðu Flugmálafélag Íslands og Fyrsta flugs félagið í samvinnu við Iceland Express hópferð til Englands um helgina.

Þykir mikið til Barnahússins koma

Silvia Svíadrottning segir að sér þyki mikið til Barnahússins á Íslandi koma og að það sé fyrirmynd fyrir önnur lönd. Hún og konungurinn eru ánægð með Íslandsheimsókn sína, þótt veðrið hefði mátt vera betra.

Samþjöppun af hinu góða

Kjell Inge Rökke, einn auðugasti maður Noregs, telur samþjöppun og stækkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja auðvelda þeim að keppa á alþjóðavettvangi. Rökke kom til Akureyrar með einkaþotu sinni síðdegis.

Þrjú eldfjöll sýna merki um virkni

Þrjú af virkustu eldfjöllum Íslands, Hekla, Katla og Grímsvötn, sýna nú öll ótvíræð merki um að eldgos sé í uppsiglingu. Kvikuþrýstingur í Heklu er kominn upp undir það sem hann var fyrir síðasta gos.

Sáttur við fiskveiðistefnu ESB

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hyggi á enn frekari fjárfestingar innan Evrópusambandsins, en fyrirtækið fjárfesti fyrir tvo og hálfan milljarð króna í þýskum og breskum útgerðarfyrirtækjum í gær. Hann er sáttur við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Fiskveiðistefna ESB úrelt

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir Evrópusambandið aðhyllast nýlendustefnu gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður-Evrópu. Hann segir fiskveiðistefnu sambandsins úrelta. Halldór flutti opnunarræðu á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í dag.

Telur gas valda riðusjúkdómum

Nýjar kenningar um orsakir riðuveiki eru komnar fram í kjölfar sauðfjárriðu sem upp kom á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. Guðbrandur Jónsson, sem vinnur að rannsóknum tengdum hagnýtingu lífræns úrgangs við metangasframleiðslu, telur riðu orsakast af gasmengun frá dýraúrgangi.

Niðurskurður fjár kannski óþarfur

Landlæknir hafnar tilgátum um að eiturgas valdi riðusjúkdómum og ætlar ekki að rannsaka málið. 500 fjár verður fargað á næstunni vegna riðu í Árgerði í Skagafirði. Á bænum kom áður upp riða árið 1985, en það ár og næstu þar á eftir, stakk hún sér líka niður á sumum nærliggjandi bæja.

Nýjar reglur tilbúnar í haust

Nýjar reglur um sölu á korni sem ræktað er innanlands eiga að vera tilbúnar í haust. Landbúnaðarráðuneytið vinnur að gerð reglnanna, en hingað til hefur kornrækt bænda nær einvörðungu verið til eigin nota, en hefur aukist svo að huga þarf að söluumhverfi í geiranum.

Ævintýraleg ferð í Þórsmörk

Þrír öflugir Unimok-jeppar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu ferjuðu sextíu skólakrakka yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Rútur sem flytja áttu nemendurna heim á leið eftir sólarhringsferð komust ekki yfir ána vegna vatnavaxta.

Þjófur sérhæfir sig í Nissan Sunny

Ívar Erlendsson, nemi á tónlistarbraut í Fjölbrautaskóli Vesturlands, varð heldur hissa þegar hann hugðist fara í skólann í gærmorgun. Nissan Sunny bifreið hans var horfin. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík segir algengt að Nissan Sunny bílum sé stolið. Fjögurra sé enn saknað frá 19. ágúst.

Sjómenn sér á báti

Sjómenn eru nær eina starfsstétt landsins á almennum vinnumarkaði sem fer í verkföll. Hjá þeim hafa aðstæður um sumt verið líkari því sem gerist hjá hinu opinbera, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Sinnaskipti utanríkisráðherra

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með ræðu sinni í gær á Akureyri hafi Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, bakkað algjörlega frá fyrri viðhorfum sínum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. </font />

Fátt gott við fiskveiðistefnu ESB

Utanríkisráðherra hafði fátt gott um sjávarútvegsstefnu ESB að segja á ráðstefnu á Akureyri í gær. Fundarmenn, sem margir stjórna stórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópusambandinu, virtust flestir á sama máli. </font /></b />

Evrópa er vaxtarsvæði Samherja

Eftir fjárfestingar í vikunni á Samherji fjögur útgerðarfélög innan Evrópusambandsins með 20.000 tonna þorskígildiskvóta í sameiginlegum kvóta ESB og þriggja milljarða króna ársveltu.

Konungur furðar sig á uppganginum

Karl Gústaf Svíakonungur segir mikinn mun á fyrstu heimsókn sinni hingað til lands og þessari. Uppgangurinn í efnahagslífinu og breytingar sem orðið hafa á höfuðborginni séu með ólíkindum. </font /></b />

Vélamiðstöðin verði einkavædd

Sjálfstæðismenn munu leggja til einkavæðingu Vélamiðstöðvar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða á borgarstjórnarfundi í dag að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fundurinn er sá fyrsti hjá borgarstjórn á þessu hausti. 

Ríkisstjórnarfundi frestað

Ríkisstjórnarfundi var óvænt frestað til föstudags rétt áður en hann átti að hefjast í stjórnarráðinu klukkan hálftólf. Sagt var að það væri vegna anna. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti að stýra fundinum en hann hefur verið frá vegna veikinda síðan í lok júlí.

Fyrst laun, svo tilboð

Engin tilboð verða lögð fram til lausnar kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga fyrr en eftir að rætt hefur verið um launin. Það verður ekki gert fyrr en á fimmtudaginn þegar ellefu dagar eru til boðaðs verkfalls.

Stafrænt RÚV

Ríkisútvarpið hefur hafið tilraunir með stafrænar útvarpssendingar í samvinnu við verkfræðideild Háskóla Íslands. Stafrænum sendi hefur verið komið upp á Vatnsenda í Reykjavík og nást sendingarnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bærinn í samstarf við fyrirtæki

Samningur um margvíslegt samstarf milli sjálfseignarstofnunarinnar "Akureyri í öndvegi", sem að standa ýmis fyrirtæki og einkaaðilar, og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær í Ráðhúsi Akureyrar.

Leikmennirnir búnir að ná sér

Tæpur helmingur liðsmanna íslenska ungmennalandsliðsins sem fékk heiftarlega magakveisu hefur náð sér en liðið leikur við Ungverja síðdegis í dag. Staðfest er að kveisan var af völdum svokallaðrar NORO-veiru sem hefur verið algeng hér á landi í sumar.  

Áhersla á umræðu um kynhneigð

Fordómar eru helsta fyrirstaða þess að samkynhneigðir njóti sömu stöðu og gagnkynhneigðir í þjóðfélaginu að mati nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðs fólks. Í ljósi þessarar megin niðurstöðu leggur nefndin til að áhersla verði lögð á umræðu um kynhneigð í næstu endurskoðun á aðalnámskrám skóla.

Sænsku konungshjónin komin

Opinber heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar hófst í morgun. Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við gestina þegar þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10 þar sem sendiherra Svía á Íslandi og sendiherra Íslands í Svíþjóð tóku á móti þeim.

Krefst hluthafafundar hjá Símanum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna og hluthafi í Símanum, krefst hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétti á enska boltanum.

Hundaæði í smygluðum hundi

Á vef Yfirdýralæknis er varað við smygli á hundum frá löndum þar sem vitað er að hundaæði hefur komið upp. 21. ágúst drapst 4 mánaða gömul hvolptík úr hundaæði í Frakklandi. Henni hafði verið smyglað inn í Frakkland í júníbyrjun um Spán frá Agadir í Marokkó.

Borgað fyrir boltaæfingar

Stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur er að skoða möguleikann á að bjóða fjölbreyttara starfsúrval næsta sumar en verið hefur hingað til. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar sl. föstudag og verði áfram til umfjöllunar.

Grjóti rigndi á Vesturlandsvegi

Fjórir bílar skemmdust lítillega þegar yfir þá rigndi grjóti á Vesturlandsvegi nú síðdegis. Þar standa nú yfir vegaframkvæmdir og mistókst sprenging á vinnusvæðinu þannig að grjót þeyttist yfir veginn. Enginn slasaðist.

Óvenju mikið um hafís

Óvenju mikið hefur verið tilkynnt um hafís nálægt landi til Veðurstofu Íslands. Sigþrúður Ármannsdóttir, fulltrúi Veðurstofunnar, segir í samtali við vefritið Bæjarins besta að óvenjulegt sé að sjá borgarísjaka svo nærri landi á þessum tíma.

Svartsýnn á að deilan leysist

Formaður félags grunnskólakennara segist verða sífellt svartsýnni á að kjaradeila kennara og sveitarfélaga leysist fyrir boðað verkfall eftir tæpan hálfan mánuð. Fjögurra klukkustunda langur fundur sem haldinn var hjá sáttasemjara í dag skilaði engu að sögn formannsins.

Undanþágubeiðnir aldrei fleiri

Undanþágubeiðnir vegna starfa á íslenskum skipum hafa aldrei verið fleiri en nú og stefnir í metár haldi svo fram sem horfir. Farið hafði verið yfir tæplega þúsund umsóknir hjá Siglingastofnun í gær og enn fleiri biðu umsagnar. Dæmi eru um að sömu menn fái undanþágur ár eftir ár.

Heimsókn konungshjónanna hafin

Rok og rigning setti svip sinn á upphaf þriggja daga opinberrar heimsóknar Karls Gústafs Svíakonungs, konu hans Silvíu drottningu og Victoríu krónprinsessu sem hófst að Bessastöðum í gærmorgun. Þar tók forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mót konungsfjölskyldunni að viðstaddri ríkisstjórn Íslands og handhöfum forsetavalds.

Tyrkir áttu lægsta boð

Átta tilboð hafa borist í gerð burðarvirkis háspennulínanna Fljótsdalslína 3 og 4 og Sultartangalínu 3. Annars vegar er um að ræða háspennulínur sem flytja eiga rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun í Reyðarfjörð og hins vegar úr Sultartanga niður í Hvalfjörð.

Rúmlega sjötíu kindur dauðar

63 kindur drápust og tíu þurfti að lóga eftir að fjárflutningabíll fór út af veginum og valt við Grímu í Reyðarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. 253 kindur voru í bílnum, sem sérsniðinn er til fjárflutninga, en að sögn lögreglunnar á Eskifirði er staflað í bílinn á þremur hæðum.

Sundabrautin sett í forgang

Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður samgöngunefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang.

Sjálfstæðismenn ósáttir

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við þá ákvörðun R-listans að setja Sundabrautina í forgang og fresta gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut um óákveðinn tíma.

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist

Sendiherra Rússlands á Íslandi segir viðbrögð Vesturlanda við hryðjuverkaárásum á Rússland einkennast af skilningsleysi. Hann gagnrýnir Bandaríkjastjórn og segir íslensk stjórnvöld geta veitt aðstoð.</b />

20 börn í aðgerð árlega

Allt að því tuttugu börn eru lögð inn á skurðdeild Barnadeildar Landspítalans ár hvert vegna brunasára og eru langflest þeirra yngri en fjögurra ára. Þá eru ótalin þau sem sækja meðferð á göngudeild vegna brunasára.

Brot á samþykktum Símans

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður segir það brot á samþykktum Símans ef stjórnendur hafi ákveðið að kaupa hlut í Skjá einum og sýningarrétt á enska boltanum án vitundar og vilja hluthafans, sem er ríkið. Hann krefst þess sem hluthafi að boðaður verði hluthafafundur vegna málsins.

Var grunaður um morð

Nígeríski skreiðarkaupmaðurinn Noel Chuckvukere segist hafa verið handtekinn í Nígeríu og yfirheyrður af Interpol grunaður um að hafa myrt Ragnar Sigurjónsson fisksala. Ragnar er ákærður fyrir að hafa svikið fimm milljónir út úr Chuckvukere og sakaði hann um að hafa hótað sér lífláti á Hótel Sögu.

Sænsku konungshjónin í heimsókn

Sænsku konungshjónin og krónprinsessan komu í opinbera heimsókn hingað til lands í morgun. Þau fóru víða, meðal annars heimsótti drottningin Barnaspítala Hringsins þar sem börnunum fannst hún fín en ekki drottningarleg, þau lögðu grunninn að íslensku hönnunarsafni og hittu síðan Svía búsetta hér á landi.

Öryrkinn skuldar leigu frá 1989

Jóhannes G. Bjarnason, "krabbameinssjúki öryrkinn", sem Ögmundur Jónasson, varaformaður Vinstri grænna, skrifaði um á heimasíðu sinni að hefði verið borinn með lögregluvaldi úr íbúð sinni, skuldaði 15 ár í leigu.

Viðtal við Forest Whitaker

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, skartar hinum heimsfræga leikara, Forest Whitaker. Hann segist hafa hrifist af handriti Baltasars og fyrri verkum hans og því ákveðið að slá til og leika í myndinni. Whitaker vonast eftir breyttum tímum í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. 

Íslenskt er ódýrara

Samkvæmt verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins í fjórum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu 22. júlí er meðalverð íslenskra vara um 10,3% lægra en þeirra erlendu.

Smituðust af Noro-veiru

Leikmenn íslenska ungmennalandsliðsins í knattspyrnu sem hafa barist við kviðverki, niðurgang og uppköst síðustu daga töpuðu fyrir liði Ungverja í Búdapest í dag, 1-0l. Sóttvarnarlæknir segir þá hafa smitast af svokallaðri Noro-veiru.

Sjá næstu 50 fréttir