Undanþágubeiðnir aldrei fleiri 7. september 2004 00:01 Undanþágubeiðnir vegna starfa á íslenskum skipum hafa aldrei verið fleiri en nú og stefnir í metár haldi svo fram sem horfir. Farið hafði verið yfir tæplega þúsund umsóknir hjá Siglingastofnun í gær og enn fleiri biðu umsagnar. Dæmi eru um að sömu menn fái undanþágur ár eftir ár. Undanþágur veitir fimm manna nefnd sem samgönguráðherra skipar í og setur reglur um en allar umsóknir fara þó fyrst Þórður Þórðarson, fulltrúi hjá Siglingastofnun Íslands, sem yfirfer umsóknir segir þær orðnar fleiri en í meðalári en verið geti að það breytist nú þar sem frá og með 1. september sé útgerðum sem eftir slíkum undanþágum sækja gert að greiða sérstakt gjald fyrir. "Fjöldinn er vissulega mikill en núna þarf að greiða ákveðið gjald fyrir og verið getur að það hefti eitthvað þann fjölda sem sækir um. Annað í þessu er að hluti þeirra sem sækja um eru með fullgild réttindi en menn hafi sýnt kæruleysi og gleymst hefur að endurnýja þau. Þá er þessum mönnum gert að sækja um undanþágu meðan sýslumenn afgreiða umsókn um endurnýjun og nefndarmenn eru ósáttir við það." Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna, segir að þrátt fyrir að fjöldi undanþága undanfarin ár hafi verið um og yfir þúsund talsins megi ekki gleyma því að þar getur verið um einn og sama manninn að ræða í mörgum tilfellum. "Viðkomandi undanþágur eru aðeins veittar sex mánuði í senn og síðan verður að sækja um aftur þannig að þarna er ekki um þúsund menn að ræða. Þó er sá hængur á öllum undanþágum að engar slíkar eru veittar ef maður með réttindi sækir einnig um." Réttindamenn virðast af afar skornum skammti sé miðað við að útgerðir margra af stærstu fiskiskipum flotans sækja reglulega um undanþágur. Hafa ýmsir haft á orði að þessi aukning undanþága stríði beint gegn meginhlutverki Siglingastofnunar sem er að skapa hagkvæmar og öruggar aðstæður til siglinga og fiskveiða við landi. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Undanþágubeiðnir vegna starfa á íslenskum skipum hafa aldrei verið fleiri en nú og stefnir í metár haldi svo fram sem horfir. Farið hafði verið yfir tæplega þúsund umsóknir hjá Siglingastofnun í gær og enn fleiri biðu umsagnar. Dæmi eru um að sömu menn fái undanþágur ár eftir ár. Undanþágur veitir fimm manna nefnd sem samgönguráðherra skipar í og setur reglur um en allar umsóknir fara þó fyrst Þórður Þórðarson, fulltrúi hjá Siglingastofnun Íslands, sem yfirfer umsóknir segir þær orðnar fleiri en í meðalári en verið geti að það breytist nú þar sem frá og með 1. september sé útgerðum sem eftir slíkum undanþágum sækja gert að greiða sérstakt gjald fyrir. "Fjöldinn er vissulega mikill en núna þarf að greiða ákveðið gjald fyrir og verið getur að það hefti eitthvað þann fjölda sem sækir um. Annað í þessu er að hluti þeirra sem sækja um eru með fullgild réttindi en menn hafi sýnt kæruleysi og gleymst hefur að endurnýja þau. Þá er þessum mönnum gert að sækja um undanþágu meðan sýslumenn afgreiða umsókn um endurnýjun og nefndarmenn eru ósáttir við það." Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna, segir að þrátt fyrir að fjöldi undanþága undanfarin ár hafi verið um og yfir þúsund talsins megi ekki gleyma því að þar getur verið um einn og sama manninn að ræða í mörgum tilfellum. "Viðkomandi undanþágur eru aðeins veittar sex mánuði í senn og síðan verður að sækja um aftur þannig að þarna er ekki um þúsund menn að ræða. Þó er sá hængur á öllum undanþágum að engar slíkar eru veittar ef maður með réttindi sækir einnig um." Réttindamenn virðast af afar skornum skammti sé miðað við að útgerðir margra af stærstu fiskiskipum flotans sækja reglulega um undanþágur. Hafa ýmsir haft á orði að þessi aukning undanþága stríði beint gegn meginhlutverki Siglingastofnunar sem er að skapa hagkvæmar og öruggar aðstæður til siglinga og fiskveiða við landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira