Innlent

Sáttur við fiskveiðistefnu ESB

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hyggi á enn frekari fjárfestingar innan Evrópusambandsins, en fyrirtækið fjárfesti fyrir tvo og hálfan milljarð króna í þýskum og breskum útgerðarfyrirtækjum í gær. Hann er sáttur við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Eftir fjárfestingar Samherja í gær í evrópskum sjávarútvegsfyrirtækjum upp á tvo og hálfan milljarð króna á fyrirtækið u.þ.b. 20 þúsund tonna kvóta í heildarkvóta Evrópusambandins. Þetta er aðeins 5 þúsund tonnum minna en íslenski kvótinn sem Samherji á. Þorsteinn Már Baldvinsson hyggur á frekari fjárfestingar í ríkjum Evrópusambandsins. Hann sér fyrir sér að næst verði fjárfest í vinnslu- markaðsfyrirætkjum. Hann segist vera nokkuð sáttur við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Nokkur stöðugleiki hafi ríkt í henni að undanförnu og töluverðar breytingar hafi verið gerðar á stefnunni. Kvótinn hafi verið festur í sessi, framseljanleiki sé til staðar og menn geti afskráð aflaheimildir. Þá hafi margt verið tekið upp sem hafi verið til staðar hér á landi og telur Þorsteinn að það sé góð stefna til framtíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×