Fleiri fréttir

Slæm kennsla í upplýsingatækni

Helmingur nemenda viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans er óánægður með upplýsingatæknikennslu framhaldsskólakerfisins. Kröfur um samræmda upplýsingakennslu á framhaldskólastigi eru ræddar á málþingi í dag </font /></b />

Umferðarteppa í Oddskarði

Aukin og breytt umferð um Oddskarðsjarðgöngin á Norðfjarðarvegi veldur vegfarendum vandræðum. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar horft til tímabilsins 1. júní til 24. ágúst sé aukning umferðar 10 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum talið hefur umferð aukist um 8 prósent.

Sextugsafmæli Loftleiða í London

Flugmálafélag Íslands ætlar að minnast 60 ára afmælis Loftleiða á þessu ári með hópferð til London 4. til 6. september. Ferðin er farin í samvinnu við Iceland Express, en með í för verða sérstakir heiðursgestir sem tengjast Loftleiðum.

Latibær vinsælastur

Þættirnir um Latabæ reyndust vinsælasta barnaefnið í bandarísku sjónvarpi fyrstu vikuna sem þeir voru sýndir. Tíu milljónir Bandaríkjamanna sáu þættina.

Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar

Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín.

Bæta þurfi mataraðstöðu í skólum

Snúðar, snakk, súkkulaðistykki og gosdrykkir eru meðal þess sem eldri nemendur í íslenskum grunnskólum gæða sér gjarnan á í hádeginu, því ekki er boðið upp á hádegismat í öllum skólum. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, segir nauðsynlegt að bæta mataraðstöðu í skólum og auka forvarnir enda sé sykurneysla unglinga orðin gríðarleg

Gölluð bygging og ónotuð í áratug

Tugmilljóna króna viðbygging við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur að mestu staðið ónotuð í áratug. Vegna hönnunargalla er hún nánast ónothæf til þess sem hún var upphaflega ætluð. Heilbrigðisráðherra segist ekki vilja draga neinn til ábyrgðar, en segir vandamálið brátt úr sögunni.

Cherie Blair á Íslandi

Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs forsætisráðherra Breta, kom hingað til lands í dag ásamt fjögurra ára syni þeirra hjóna. Hún flytur erindi á málstofunni Konur, völd og lög sem fram fer á morgun, og segist sjálf eiga í fullu fangi með að takast á við hlutverk móðurinnar, eiginkonunnar og lögfræðingsins.

Tekjuskattur lækkar um 1 %

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar.

Lögreglan borgar fyrir upplýsingar

Albert Jónsson, sjómaður í Bolungarvík, ætlar að kæra lögregluna á Ísafirði fyrir einelti. Hann telur hana leggja fé sér til höfuðs. Á upptöku sem DV hefur undir höndum, heyrist hvar Hlynur Snorrason varðstjóri lögreglunnar býður Karli Elíassyni, vini Alberts, peninga fyrir upplýsingar um ferðir hans.

Fáir vitja reiðhjóla til lögreglu

Tilkynnt hefur verið um 293 týnd eða stolin reiðhjól það sem af er þessu ári, í fyrra voru hjólin alls 345. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir eitt til tvö hundruð hjól, sem finnast hingað og þangað um borgina, vera komið til lögreglu á ári hverju. Ekki séu þó margir sem komi og vitji um hjólin.

Tveir björguðust þegar bátur sökk

;Ég hef það þokkalegt. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu, ætli maður geri það nokkuð fyrr en maður vaknar bátlaus í fyrramálið," sagði Halldór J. Egilsson útgerðarmaður og annar mannanna tveggja sem bjargað var þegar 19 tonna línubátur, Björgvin ÍS-468, sökk í gærmorgun út af Önundarfirði.

Grunur um kynferðisafbrot

Lögreglan á Snæfellsnesi þarf að ná sambandi við konu sem aðstoðaði stúlku á ellefta ári við að komast frá Laufásvegi, skammt frá verslun 10-11, í Stykkishólmi að tjaldsvæði bæjarins um klukkan fjögur eða fimm aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst, þegar danskir dagar voru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi.

Búist við hörðum umræðum

Búist er við hörðum umræðum á opnum fundi Landssambands Framsóknarkvenna í dag, en tilefni fundarins er að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarmanna að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.

Tilfinningatorgið varanlegt

Borgarráð samþykkti í gær að fela menningarmálanefnd að leita leiða til þess að festa svokallað Tilfinningatorg í sessi í miðborg Reykjavíkur.

Skref í innheimtu skólagjalda

Stúdentaráð Kennaraháskóla Íslands telur að hugmyndir um sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sé í raun fyrsta skrefið til að innheimta skólagjöld í háskólakerfinu hér á landi.

Málfundur um 26. grein

Málskotsréttur forseta Íslands, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, verður til umræðu á fundi Málfundarfélags Lögréttu í Háskóla Íslands í dag. Frummælendur verða hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, auk Lúðvíks Bergvinssonar, alþingismanns.

Stafrænar sjónvarpsútsendingar

Íslenska útvarpsfélagið hefur stafrænar sjónvarpsútsendingar í gegnum nýtt dreifikerfi 1. nóvember í haust. Sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Stöð 2+, Sýn, Sýn 2, Bíórásin og Popptíví verða þá allar sendar út stafrænt, auk þess sem erlendum sjónvarpsstöðvum sem félagið býður upp á verður fjölgað úr fjórtán í 40.

Bíll valt á Skagavegi

Bíll valt á Skagavegi í gær eftir að kind hljóp í veg fyrir bílinn. Ökumaðurinn, sem er ítalskur ferðamaður, reyndi að koma í veg fyrir að aka á kindina, en það tókst ekki betur en svo að bíllinn valt og er talinn gjörónýtur. Lögreglan á Blönduósi segir að ítalskt par hafi verið í bílnum og að þau hafi bæði sloppið ómeidd.

Clinton komst við

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, táraðist næstum því eftir fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Þá hitti Clinton Sjafnar Gunnarsson, sem er að líkindum einlægasti aðdáandi forsetans fyrrverandi hér á landi.

Bjóða allir svipuð kjör

Allir viðskiptabankarnir bjóða nú svipuð kjör á íbúðalánum, eftir að KB banki reið á vaðið í fyrradag og bauð lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Í gær ákváðu Íslandsbanki, Landsbanki og Spron að bjóða samskonar kjör, eða verðtryggð lán til allt að 40 ára, með 4,4 prósenta vöxtum og 80 prósenta veðhlutfalli.

Óverjandi að innheimta skólagjöld

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir óverjandi að innheimta skólagjöld í nýjum sameinuðum háskóla Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, ef af sameiningu þeirra verður, enda hafi ekki verði innheimt skólagjöld í Tækniháskólanum til þessa.

Ræðir Svalbarðadeiluna

Halldór Ásgrímsson mun ræða Svalbarðadeiluna við utanríkisráðherra Noregs á ráðherrafundi sem nú er að hefjast í Litháen. Ekki er talin mikil von um árangur af viðræðunum.

Hvetur til að gagnrýni verði hætt

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvetur Framsóknarkonur til að láta af gagnrýni sinni á forystu flokksins. Eðlilegt sé að gagnrýna forystuna einu sinni en ekki í heila viku.

Rigningin í nótt glæðir laxveiðina

Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Ómar Ragnarssonsegir, segir að rigningin, sem féll í nótt, glæði laxveiðina. Vatnsbúskapur í laxveiðiám hefur verið dapurlegur í sumar.

Allt gert til að tryggja skólavist

Menntamálaráðherra segir að allt sé gert til að tryggja öllum framhaldsskólanemum, sem gert hafa hlé á námi sínu, áframhaldandi skólavist. Ráðherra segir brottfall nemenda vera minnkandi en ekki öfugt, líkt og haldið hafi verði fram.

Frídagar fluttir yfir á föstudag

Reykjavíkurborg ætlar að kanna hvort starfsmenn borgarinnar vilji flytja frídaga þannig að úr verði samfellt leyfi. Borgarráð hefur samþykkt að láta kanna áhuga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar og annarra viðsemjenda Reykjavíkurborgar, á því að taka upp í samninga heimildarákvæði um að flytja frítöku vegna uppstigningadags, og sumardagsins fyrsta.

42 varðskipsnemar í sumar

42 varðskipsnemar hafa stundað nám og störf á varðskipunum Ægi og Tý, í sumar. Þetta er samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áður en nemarnir halda til hafs fara þeir í kynnisferð um aðrar starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Leitin að Fairy Battle

Laugardaginn 28. ágúst opnar Minjasafnið á Akureyri sýningu á munum og ljósmyndum úr leiðöngrum að flaki breskrar sprengjuflugvélar af gerðinni Fairey Battle sem fórst 26. maí 1941 á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals.

33 tillögur að menningarhúsi

Alls bárust 33 tillögur í hönnunarsamkeppni um menningarhús á Akureyri, bæði frá innlendum og erlendum arkitektum. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar laugardaginn 28. ágúst nk. kl. 13.00 á Hólum, húsi Menntaskólans á Akureyri.

Viðbúið að skólagjöld hækki

Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík gæti þýtt margföldun skólagjalda í þeim fyrrnefnda. Nemendur Tækniháskólans fá að ljúka námi á sömu forsendum og það var hafið, segir menntamálaráðherra. Samfylkingarþingmaður telur ótækt að nemendur sem annars hefðu sótt nám í Tækniháskólanum þurfi að greiða há skólagjöld eftir samruna skólanna.

Besti gripurinn valinn

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setur næsta laugardag sýninguna Kýr 2004 sem haldin verður í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Sýningin hefst klukkan hálf eitt á kálfasýningu, að því er fram kemur á vef Búnaðarsambands Suðurlands.

Fjórar athugasemdir komnar

Fjórar athugasemdir hafa borist bæjaryfirvöldum á Seltjarnarnesi vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags við Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Frestur til að skila athugasemdum rennur út í byrjun september. Við Suðurströnd á að byggja blokkir þar sem nú er íþróttavöllur og hefur það mætt nokkurri andstöðu.

Situr að verkefnum borgarinnar

Vélamiðstöðin ehf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hefur fengið verkefni fyrir 350 milljónir króna hjá borginni án þess að verkefnin hafi verið boðin út. Ójafn leikur, segja einkaðilar sem eiga í samkeppni við Vélamiðstöðina.</font /></b />

Vinnur betur með Windows

Friðrik Skúlason hefur gefið út nýja útgáfu af vírusvarnaforritinu Lykla-Pétri sem vinnur með uppfærðri útgáfu Windows XP. Útgáfan tekur mið af breytingum sem orðið hafa á stýrikerfi Windows með nýjustu hugbúnaðarviðbót Microsoft, Service Pack 2 (SP2) og vinnur með nýrri öryggismiðstöð stýrikerfisins (Windows Security Center).

Árni Ragnar borinn til grafar

Árni Ragnar Árnason alþingismaður var borinn til grafar frá Keflavíkurkirkju í dag. Séra Ólafur Oddur Jónsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsungu.

Spurlock við frumsýningu

Morgan Spurlock var nær dauða en lífi eftir að hafa lifað eingöngu á McDonalds-hamborgurum í heilan mánuð í fyrra. Hann segir að reynsla sín hafi orðið til að ýta við fólki og það hugsi meira en áður um hvað það setur ofan í sig og börn sín.

Telja kostnaðinn landsbyggðarskatt

Reykjavíkurborg þarf ekki að borga löggæslukostnað vegna Menningarnætur, en aukakostnaður lögreglunnar var tæplega ein milljón króna. Þeir sem halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þurfa hins vegar að borga allan löggæslukostnað sem er yfir þrjár milljónir króna. Eyjamenn kalla þetta landsbyggðarskatt

Sala eykst við heimsókn Clintons

Ákvörðun Bills Clintons um að kaupa sér pylsu á Bæjarins bestu í gær er sennilega besta auglýsing sem sá staður hefur fengið enda nýtir hann sér athyglina með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag ásamt SS, sem framleiddi sinnepið.

Stórfundur Framsóknarkvenna

Framsóknarkonur krefjast aðgerða til að rétta hlut kvenna í flokknum. Um hundrað Framsóknarmenn funda nú um stöðu kvenna í flokknum. Fundurinn ber yfirskriftina, Aftur til fortíðar, við mótmælum allar. Framsóknarkonur boðuðu til þessa fundar eftir að Halldór Ásgrímsson ákvað að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn frá og með 15. september.

Leitað vegna neyðarkalls

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi leituðu í gær ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar að báti í nágrenni Höskuldseyjar á Breiðafirði vegna neyðarsendingar sem barst Tilkynningaskyldunni. Ekki reyndist vera um neyðarkall að ræða heldur höfðu merki sloppið út af neyðarsendi Skipavíkur í Stykkishólmi.

Vélhjólamaður kærir lögreglumann

Vélhjólamaður hefur kært lögreglumann í Reykjavík fyrir að hafa stofnað lífi sínu og limum í hættu. Hilmar Ingimundarson, lögmaður vélhjólamannsins, segir lögregluna hafa farið yfir á öfugan vegarhelming til að stöðva vélhjólamanninn sem kom á móti lögreglubílnum á Ægisíðunni.

Dagvist fatlaðra tryggð

Það er rétt að félagsmálaráðherra tjáði mér að ráðuneytið hyggðist greiða það sem á vantar," segir Gerður Árnadóttir, formaður foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Samþykkt var í borgarráði í gær að greiða 10,5 milljónir króna til að standa undir helmingi þess kostnaðar sem dagvistun fatlaðra barna í skólanum kostar.

Vill bæta störf Hæstaréttar

Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur þegar sent inn umsókn sína.

Korpúlfsstaðir hugsanlega seldir

Þegar nýr Korpuskóli tekur til starfa losnar um pláss á Korpúlfsstöðum þar sem skólinn hefur verið með starfsemi sína. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að ekkert hafi verið rætt um það innan borgarstjórnar hvað verði gert við Korpúlfsstaði. Menn hljóti að skoða þann möguleika að selja húsið ef gott verð fáist fyrir það.

Sjá næstu 50 fréttir