Innlent

33 tillögur að menningarhúsi

Alls bárust 33 tillögur í hönnunarsamkeppni um menningarhús á Akureyri, bæði frá innlendum og erlendum arkitektum. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar laugardaginn 28. ágúst nk. kl. 13.00 á Hólum, húsi Menntaskólans á Akureyri. Í menningarhúsinu er gert ráð fyrir að hvers kyns tónlistarflutningur verði í öndvegi en þar verði jafnframt aðstaða til annarrar fjölbreyttrar starfsemi, svo sem fyrir ráðstefnuhald, fundi, listdans, dans, leiklist og sýningar. Menningarhúsinu er ætlaður staður í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið á fyllingu sem gerð hefur verið sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×