Innlent

Sextugsafmæli Loftleiða í London

Flugmálafélag Íslands ætlar að minnast 60 ára afmælis Loftleiða á þessu ári með hópferð til London 4. til 6. september. "Við viljum minnast Loftleiða, eins flottasta og framsæknasta fyrirtækis Íslandssögunnar, fyrirtækis sem var sannkallaður þjóðarsómi og kom okkur Íslendingum í eitt skipti fyrir öll á alheimskort flugsins," segir Gunnar Þorsteinsson, formaður félagsins og fararstjóri í ferðinni. Ferðin er farin í samvinnu við Iceland Express, en með í för verða sérstakir heiðursgestir sem tengjast Loftleiðum. Það eru Kristjana Milla Thorsteinsson, fyrrum stjórnarmaður Flugleiða og ekkja Alfreðs Elíassonar eins stofnenda Loftleiða ásamt þremur af elstu flugstjórum Loftleiða, sem nú eru á aldrinum 78 til 88 ára. Það eru þeir Magnús Guðmundsson, Smári Karlsson og Dagfinnur Stefánsson, en þeir bera flugskírteini nr. 9, 10 og 26. Þá verður með í för Arngrímur B. Jóhannsson, annar af stofnendum Atlanta og forseti Flugmálafélags Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×