Innlent

Bjóða allir svipuð kjör

Allir viðskiptabankarnir bjóða nú svipuð kjör á íbúðalánum, eftir að KB banki reið á vaðið í fyrradag og bauð lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Í gær ákváðu Íslandsbanki, Landsbanki og Spron að bjóða samskonar kjör, eða verðtryggð lán til allt að 40 ára, með 4,4 prósenta vöxtum og 80 prósenta veðhlutfalli. Þetta eru lægri vextir en hjá Íbúðalánasjóði, en þar eru vextir nú 4,5 prósent. Lán bankanna eru ekki aðeins til íbúðakaupa, heldur geta húseigendur endurfjármagnað lán sem hvíla á fasteignum þeirra og hækkað veðhlutfall í 80 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×