Innlent

Besti gripurinn valinn

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setur næsta laugardag sýninguna Kýr 2004 sem haldin verður í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Sýningin hefst klukkan hálf eitt á kálfasýningu, að því er fram kemur á vef Búnaðarsambands Suðurlands. "Keppt verður í fjölmörgum flokkum og má búast við hörku keppni," segir á vef Landssambands kúabænda. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi standa fyrir kúasýningunni, sem gert er ráð fyrir að ljúki síðdegis þegar besti gripur sýningarinnar hefur verið valinn. Guðmundur Jóhannesson, nautgriparæktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem sæti á í undirbúningsnefnd sýningarinnar, segir útlit ráða mestu við mat sýningargripa. "Þetta er fegurðarsýning," sagði hann. Aðspurður sagði hann aðkomu landbúnaðarráðherrans þá eina að setja sýninguna, bestu gripirnir fengju ekki koss að launum. "Hún fær ekki svo vegleg verðlaun vinningskýrin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×