Innlent

Clinton komst við

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, táraðist næstum því eftir fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Þá hitti Clinton Sjafnar Gunnarsson, sem er að líkindum einlægasti aðdáandi forsetans fyrrverandi hér á landi. Sjafnar er einhverfur nemandi á starfsbraut FG, og hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á bandarískri forsetasögu. Clinton er í uppáhaldi, og hann veit allt um kappann. Ásgerður Ólafsdóttir, kennari Sjafnars, fékk þá hugmynd í fyrradag að færa Sjafnari óvenjulega afmælisgjöf: augnablik með Bill Clinton. Með fulltingi forsetaskrifstofunnar tókst að koma á fundi, þar sem Sjafnar gat fært Clinton eina af myndunum sem hann hefur teiknað af honum. Clinton varð afar kátur og komst raunar við, eins og fyrr sagði. Ásgerður kennari sagðist aldrei hafa upplifað yndislegri stund en þegar hún gat fært Sjafnari þau tíðindi að hann myndi hitta goðið sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×