Innlent

4200 börn í skóla í fyrsta sinn

Í ár munu rúmlega 4200 börn setjast á skólabekk í fyrsta sinn. Í tilkynningu frá Umferðarstofu segir að þessi börn komi úr öruggu umhverfi heimilis og úr leikskólum þar sem þau hafa leikið sér á lokuðum leikvelli. Mikilvægt sé fyrir foreldra og forráðamenn að undirbúa börnin vel svo þau getið spjarað sig ein. Umferðarstofa varar við því að hæfni barna í umferðinni sé ofmetin, þau eru oft upptekin af smáatriðum og jafnvel utan við sig og þá megi ekki gleyma því að þau eru smávaxin. Foreldrum er bent á að fylgja börnum sínum í skólann til að byrja með, finna bestu leiðina og fara yfir umferðarreglurnar. Þá er ekki mælt með því að börn sé keyrð í skólann nema brýn þörf sé á því umferð foreldra skapi mikla hættu í kringum skólasvæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×