Fleiri fréttir

Landhelgisdeila við Noreg

Norðmenn hafa einhliða tekið ákvörðun um að banna veiðar á alþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að ekki verði tekið mark á ákvörðun Norðmanna. "Við munum halda áfram veiðum," segir hann. Landhelgisdeila er í uppsiglingu milli Íslendinga og Norðmanna. <b><font face="Helv" color="#008080"></font></b>

Fjármögnun meðferðar sprautufíkla

Heilbrigðisyfirvöld ætla að reyna að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Samtökin segjast ítrekað hafa reynt á undanförnum árum að vekja athygli stjórnvalda á málinu en hvorki heilbrigðisráðherra né formaður heilbrigðisnefndar Alþingis kannast við það. 

Hitametið fallið

Hitamet ágústmánaðar féll í gær á nokkrum stöðum á landinu. Hitinn mældist hæstur 29,1 stig í Skaftafelli. Fyrra hitamet var 27,7 stig á Akureyri árið 1971. Áfram er búist við góðviðri þrátt fyrir að veður fari hægt kólnandi næstu daga.

Undrast veðurblíðu

Veðrið hefur sett mikinn svip á mannlífið síðustu daga. Erlendir ferðamenn á Þingvöllum eru undrandi yfir miklum hlýindum og ferðamenn í Reykjavík segja veðrið hafa komið þeim skemmtilega á óvart. Erill hjá meindýraeyði.

Leitað að fjórtán ára dreng

Leit er hafin að fjórtán ára þýskum dreng sem orðið hafði viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í morgun.

Verkfall í síðustu 4 skipti

Aðeins einu sinni á síðasta áratug hafa sjómenn og útvegsmenn samið um kjaramál sín á milli. Stjórnvöld hafa þrisvar sett lög á verkfall sjómanna. Sjómannasambandið ber ekki traust til að svo verði ekki raunin nú. </font /></b />

Víkja ekki fyrir sjúkrabílum

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir það vera orðið nokkuð áberandi vandamál að bílstjórar víki ekki þegar sjúkra- og lögreglubílar gefi merki um slíkt með blikkandi ljósum og sírenum.

Kornskurður hafinn í Eyjafirði

Kornsláttur hófst í Eyjafirði í gær og hefur hann aldrei hafist fyrr. Bóndinn í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit sló 4,5 hektara af byggi og hefur uppskeran aldrei verið betri eða 5 tonn af hektara.

SUF vill efla hlut kvenna

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir áhyggjum af versnandi stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Í ályktun sem samþykkt var á fundi SUF í gær segir að brýnt sé að við val á forystumönnum flokksins sé gætt að því að hlutur kvenna sé eigi lakari en 40 % líkt og stefnumörkun í lögum flokksins geri ráð fyrir.

Þrumuveður á Suðurlandi

Þrumur og eldingar geisuðu á Suðurlandi í nótt og fylgdu úrhellis skúrir í kjölfarið. Um tíma fór rafmagn af Hveragerði og Ölfusi en ekki er vitað til þes að tjón hafi hlotist af. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni var mjög hlýtt og rakt loft að ganga inn á landið sem olli ójafnvægi í loftstraumum og verður þá þrumuveður.

Stíflan hækkuð enn frekar

Þótt Jökulsá á Dal hafi setið á sér í gær ákváðu sérfræðingar Landsvirkjunar á fundi sínum í gær að hækka varnargarðinn ofan við stíflustæðið enn frekar en orðið er. Ætlunin er að stíflan nái 498 metra hæð yfir sjávarmáli.

Slys á Gjábakkavegi

Kona slasaðist, þó ekki lífshættulega, þegar jepplingur og rútubíll lentu í árekstri á Gjábakkavegi á milli Þingvalla og Laugarvatns í gær. Konan var í jepplingnum en engan í rútunni sakaði. Þá slasaðist frönsk ferðakona þegar bíll hennar valt á veginum inn í Lakagíga.

Blindþoka á Holtavörðuheiði

Nokkrir bílar fóru út af veginum yfir Holtavörðuheiði í blindþoku sem gerði þar upp úr miðnætti. Vegfarandi segir að um tíma hafi ekki sést handa skil og við það bættist að vegna vegaframkvæmda hafði Vegagerðin tekið niður stikur á nokkrum kafla og ekki var búið að mála miðlínu á veginn.

Hlutur kvenna efldur

Stjórn ungra Framsóknarmanna ályktaði á fundi sínum í gær að brýnt sé að efla hlut kvenna í forystusveit flokksins. Nú sé svo komið að erfitt sé að fá konur til að taka að sér störf innan ungliðahreyfingarinnar og endurnýjun kvenna þar hafi því verið hægari en æskilegt væri, og hið sama eigi við annars staðar í flokknum.

Keyrði inn í matvöruverslun

Maður ók inn um glugga á JL-húsinu við Ánanaust á ellefta tímanum í morgun. Hann var fluttur á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans.

Kjarabarátta kennara hefst að nýju

Félag grunnskólakennara á fund með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn. Kennarar hafa boðað verkfall í grunnskólum landsins frá 20. september.

Róðrarköppum bjargað á Atlantshafi

Fjórum róðrarköppum var í gærkvöldi bjargað um borð í flutningaskip um 350 sjómílur vestur af Skotlandi en þeir voru á leið yfir Atlantshafið frá Kanada. Landhelgisgæslunni var tilkynnt um að bátsverjar hefðu sent út neyðarkall en þá var báturinn mun nær Skotlandi en Íslandi eftir 39 daga róður bátsverja.

Landeigandi fær frest til andmæla

Frestur landeigenda á Héraði til andmæla vegna fyrirhugaðs eignarnáms Landsvirkjunar á fimm jörðum hefur verið framlengdur um viku.

Vill minnka mun á tekjuskatti

Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar telur mismun á tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti óeðlilega mikinn hér á landi. Hann segir rétt að hugað verði að breytingum í haust.

Syndir 60 km í Breiðafirði

Viktoría Áskelsdóttir, sem að undanförnu hefur verið á sundi í Breiðafirði og ætlar samanlagt að synda þar 60 kílómetra, eða sem svarar vegalengdinni frá Brjánslæk til Stykkishólms, er væntanleg til Stykkishólms á hádegi á morgun.

Enn þungt haldin

Líðan manns og konu á sjötugsaldri, sem slösuðust í hörðum árekstri við Kotströnd á Suðurlandsvegi um verslunarmannahelgina, er enn óbreytt. Þau liggja þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og er báðum haldið sofandi og í öndunarvél.

Hitamet slegin í dag?

Spáð er yfir tuttugu stiga hita víða um land í dag eftir að hlýtt loft tók að streyma inn á landið í nótt með þrumum og eldingum á Suðurlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur býst allt eins við að ný hitamet verði slegin í dag. Hann segir að afskaplega heitt loft hafi borist til landsins en hins vegar sé sólskin alls ekki mikið.

Erlend slúðurblöð elta Íslending

Bandarísk slúðurblöð eltast nú við ungan Íslending sem starfar á Keflavíkurflugvelli vegna millilendingar leikarans Nicolas Cage þar í síðustu viku að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Þeim finnst sú staðreynd að hann hafi verið að ferðast með barnsmóður sinni, Kristina Fulton, vera mjög óvenjuleg þar sem að Cage giftist nú nýverið hinni 19 ára gömlu Alice Kim.

Sjómenn og útvegsmenn funda

Fundi sjómanna og útvegsmanna hjá Ríkissáttasemjara lauk í hádeginu í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á mánudaginn klukkan tíu. Sem kunnugt er ríkja deilur um laun sjómanna og var fundurinn í dag sá fyrsti á milli deiluaðila síðan í maí.

Mikill hiti á landinu

Hitinn er mikill á Íslandi um þessar mundir. Víða um land hefur mælst yfir tuttugu stiga hiti í dag eftir að hlýtt loft tók að streyma inn á landið í nótt með þrumum og eldingum á Suðurlandi. Sérstaklega hlýtt er á hálendinu og til að mynda var hitinn á Hveravöllum 23 stig klukkan 14 og 22 stig voru við Veiðivatnahraun.

200 þúsund ferðamenn á árinu

Rúmlega 200 þúsund ferðamenn höfðu heimsótt Ísland í byrjun ágúst og er það aukning um sautján prósentustig frá fyrra ári. Söluaukning vegna ferðamannanna var þó öllu lægri á fyrri hluta þessa árs, eða um tíu prósent.

Líðan mannsins ókunn

Engar upplýsingar hafa fengist um líðan mannsins sem ók jeppa inn um glugga á JL-húsinu við Ánanaust á ellefta tímanum í morgun. Hann fékk aðsvif undir stýri og var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild. Ekki er vitað hað olli aðsvifinu en að sögn lögreglu er talið líklegt að hann hafi fengið hjartastopp.

Nautakjötið hækkar enn

"Ég held að það sé alveg ljóst að nautakjöt eigi eftir að hækka. Afurðaverð var hækkað um sex prósent að meðaltali og það hefur ekkert fyrirtæki hér á landi sýnt að það sé þess megnugt að taka slíkar hækkanir á sig án þess að grípa til einhverra aðgerða," segir Reynir Eiríksson, forstjóri Norðlenska.

Vinnan rýrir tekjurnar

"Ég hélt að svona gerðu menn ekki," segir Sigurður Jónas Jónasson, 67 ára gamall ellilífeyrisþegi sem ber út dagblöð sér til heilsubótar og kaupauka. Honum finnst hins vegar súrt í broti að þær tekjur sem hann fær fyrir blaðburðinn eru dregnar af tekjutryggingu hans, auk þess sem meiri skattur er tekinn af laununum en væri tekinn af lífeyrinum

Strangari reglur en tíðkast hafa

Öryggiskröfur þess fyrirtækis sem sér um að reisa álver Alcoa í Reyðarfirði eru svo miklar að gengið hefur fram af mörgum þeim starfsmönnum sem þegar hafa hafið þar störf. Hafa þeir flestir langa reynslu af ýmis konar framkvæmdum en fullyrða að aldrei fyrr hafi jafn viðamiklum reglum verið fylgt jafnhart eftir hér á landi.

Dorgað í blíðunni

Fátt er vænlegra fyrir íbúa Neskaupstaðar til að ná sér niður eftir innrás þúsunda ferðamanna á Neistaflug sem fram fór þar í bæ um verslunarmannahelgina en að tylla sér á bryggjukant í blíðviðri og dorga.

Sjúkrabílar fá ekki fulla skoðun

Aðeins ein þeirra fjögurra sjúkrabifreiða sem eru til taks á vinnusvæði ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo sem vinnur að gerð Kárahnjúkavirkjunar hefur fengið fulla skoðun við bifreiðaeftirlit síðan þeir voru keyptir hingað til lands.

Láta veðrið ráða för

"Það er nánast komin hefð á þetta og við erum hvergi nærri hættir enn," segir Gylfi Árnason, forstjóri Opinna kerfa, en hann var á ferð um landið um síðustu helgi ásamt Jónasi G. Jónassyni, forstjóra Mode. Ferðast þeir báðir um leðurklæddir frá toppi til táar enda þeysa þeir um á mótorhjólum, Gylfi á Kawasaki og Jónas á Harley Davidson.

Ferðamenn verða að snúa við

"Við gerum ekki ráð fyrir að hleypa almennri umferð um brúna yfir Jökuldalsá fyrr en í lok mánaðarins," segir Sigurður St. Arnalds, almannatengslafulltrúi Landsvirkjunar. Gríðarmikil umferð ferðamanna og forvitinna heimamanna hefur verið að framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka í allt sumar.

Keyrði inn í búð og lést

Ökumaður jeppabifreiðar fékk aðsvif undir stýri í morgun og lést. Jeppinn fór inn um glugga í versluninni Nóatúni í JL-húsinu við Ánanaust.

Árni útilokar lagasetningu

"Stjórnvöld hafa engar fyrirætlanir um að grípa inn í kjaraviðræður Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þeir verða að leysa deiluna sjálfir," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir það ekki skipta eins miklu máli nú og áður skili tekjur sjávarútvegsins sér ekki til þjóðarbúsins í einhverja mánuði.

Davíð kominn heim

Davíð Oddsson forsætisráðherra talaði við forsætisráðherra Norðurlandanna í síma í dag og líður að sögn vel miðað við aðstæður. Davíð var lagður inn á sjúkrahús vegna gallblöðrubólgu þann 21. júlí síðastliðinn.

Eiga 801 milljón í verkfallssjóði

Um 801 milljón er í vinnudeilusjóði Kennarasambands Íslands. Allir kjarasamningar félaga innan sambandsins eru lausir og hafa grunnskólakennarar ákveðið að fara í verkfall náist ekki samningar fyrir 20. september.

Skattabilið verður minnkað

Ríkisstjórnin ætlar að minnka bilið milli þeirra sem greiða skatt af fjármagni og þeirra sem greiða skatt af launatekjum sínum segir Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra.

Lækkað hefur í Jöklu

Verulega hefur lækkað í Jökulsá á Dal frá því í flóðinu í síðustu viku en búist er við vatnavöxtum síðar í vikunni. Breytingarnar á varnarstíflunni kosta tugi milljóna króna en framkvæmdirnar eru engu að síður vel innan kostnaðaráætlunar.

Virkar sprengjur á Vogaheiði

Mörg hundruð virkar sprengjur hafa fundist á útivistarsvæðinu á Vogaheiði á Reykjanesi en sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að búið sé að hreinsa svæðið nokkuð vel. Þeir brýna þó fyrir fólki að hreyfa ekki við torkennilegum hlutum sem gætu verið sprengjur því þær séu morðtól.

Fellibylur veldur hitabylgju

"Þetta er hitabylgja sem er komin hingað og verður næstu daga," segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. "Það hafa áður komið hitabylgjur hingað til lands en þessi gæti orðið óvenjumikil."

Brjálað að gera

"Það er yfirleitt brjálað að gera þegar veðrið er svona gott," segir Helena Björk Þrastardóttir, þjónn á kaffihúsinu Kaffibrennslunni við Austurvöll.

Eins og aðrir dagar

"Við verðum vör við að það eru mjög margir í bænum," segir Guðrún R. Kristinsdóttir, þjónustufulltrúi í KB banka í Austurstræti. "Margir eru að nota góða veðrið og kíkja þá hugsanlega við í leiðinni ef þeir eru í miðbænum.&

Salan margfaldast

"Það kemur um það bil tuttugu sinnum fleira fólk hingað inn þegar veðrið er gott," segir Iðunn Ásgeirsdóttir, starfsmaður söluturnsins London við Austurstræti.

Sjá næstu 50 fréttir