Innlent

Salan margfaldast

"Það kemur um það bil tuttugu sinnum fleira fólk hingað inn þegar veðrið er gott," segir Iðunn Ásgeirsdóttir, starfsmaður söluturnsins London við Austurstræti. Iðunn segir starfsmenn söluturnsins verða vara við umtalsverða söluaukningu á góðviðrisdögum. Að sögn Iðunnar selst mest af ís og pylsum í góðu veðri, ólíkt því þegar verr viðrar en þá sé mest keypt af sígarettum og Lottómiðum. Þá aukist sala svaladrykkja einnig í góðu veðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×