Innlent

Syndir 60 km í Breiðafirði

Viktoría Áskelsdóttir, sem að undanförnu hefur verið á sundi í Breiðafirði og ætlar samanlagt að synda þar 60 kílómetra, eða sem svarar vegalengdinni frá Brjánslæk til Stykkishólms, er væntanleg til Stykkishólms á hádegi á morgun. Með sundinu er Viktoría að skora á fólk að gerast heimsforeldrar og þannig styrkja þurfandi börn um allan heim á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Bæjarstjórinn í Stykkishólmi mun meðal annarra taka á móti Viktoríu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×