Fjármögnun meðferðar sprautufíkla 10. ágúst 2004 00:01 Heilbrigðisyfirvöld ætla að reyna að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Samtökin segjast ítrekað hafa reynt á undanförnum árum að vekja athygli stjórnvalda á málinu en hvorki heilbrigðisráðherra né formaður heilbrigðisnefndar Alþingis kannast við það. Fjörutíu sprautufíklar sækja meðferð á göngudeildina við sjúkrahúsið Vog. Kostnaðurinn nemur um tólf miljónum á ári og þar af fara um átta milljónir í lyfjakostnað. Í ályktun frá stjórn SÁÁ segir að heilbrigðisyfirvöld taki engan þátt í kostnaði við meðferðina og mismuni ungum, mikið veikum sjúklingum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við SÁÁ og að reynt verði að finna farsæla lausn á málinu. Undir það tekur Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, og segir það ekki ætlun neins að mismuna sjúklingum eða fíklum eftir einhverjum tegundum. Það sé hins vegar þannig að meðferðarstarf SÁÁ sé rekið fyrir framlög af fjárlögum sem nemur ríflega 450 milljónum á þessu ári, til viðbótar því sem þeir fá í sína hlutdeild úr spilakössum, og segist Jónína fyrirfram hafa haldið að í þjónustusamningunum sem ríkið hefur gert við SÁÁ væri gert ráð fyrir þessum lyfjakostnaði eins og öllum öðrum kostnaði. Varaformaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir að þegar þjónustusamningur við ríkið hafi verið undirritaður hafi ekki legið fyrir að göngudeildin sæi alfarið um meðferð sprautufíkla, og ekki sé gert ráð fyrir þeim kostnaði í samningnum. SÁÁ greiði því meðferðina með sjálfsaflarfé sínu og svo hafi verið frá árinu 1999. Athygli vekur að heilbrigðisyfirvöld kannast ekki við að SÁÁ hafi sóst eftir því að ríkið tæki sérstaklega þátt í kostnaði við meðferð sprautufíkla. Varaformaður SÁÁ segir hins vegar að erindi þess efnis hafi legið hjá heilbrigðisráðuneytinu, samtökin hafi farið fyrir fjárlaganefnd til að ýta við málinu og til séu bréfaskriftir þar að lútandi. Enda hefði stjórnin ekki sent frá sér svo harðorða ályktun nema áður hefði verið reynt að knýja fram þátttöku heilbrigðisyfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld ætla að reyna að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Samtökin segjast ítrekað hafa reynt á undanförnum árum að vekja athygli stjórnvalda á málinu en hvorki heilbrigðisráðherra né formaður heilbrigðisnefndar Alþingis kannast við það. Fjörutíu sprautufíklar sækja meðferð á göngudeildina við sjúkrahúsið Vog. Kostnaðurinn nemur um tólf miljónum á ári og þar af fara um átta milljónir í lyfjakostnað. Í ályktun frá stjórn SÁÁ segir að heilbrigðisyfirvöld taki engan þátt í kostnaði við meðferðina og mismuni ungum, mikið veikum sjúklingum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við SÁÁ og að reynt verði að finna farsæla lausn á málinu. Undir það tekur Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, og segir það ekki ætlun neins að mismuna sjúklingum eða fíklum eftir einhverjum tegundum. Það sé hins vegar þannig að meðferðarstarf SÁÁ sé rekið fyrir framlög af fjárlögum sem nemur ríflega 450 milljónum á þessu ári, til viðbótar því sem þeir fá í sína hlutdeild úr spilakössum, og segist Jónína fyrirfram hafa haldið að í þjónustusamningunum sem ríkið hefur gert við SÁÁ væri gert ráð fyrir þessum lyfjakostnaði eins og öllum öðrum kostnaði. Varaformaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir að þegar þjónustusamningur við ríkið hafi verið undirritaður hafi ekki legið fyrir að göngudeildin sæi alfarið um meðferð sprautufíkla, og ekki sé gert ráð fyrir þeim kostnaði í samningnum. SÁÁ greiði því meðferðina með sjálfsaflarfé sínu og svo hafi verið frá árinu 1999. Athygli vekur að heilbrigðisyfirvöld kannast ekki við að SÁÁ hafi sóst eftir því að ríkið tæki sérstaklega þátt í kostnaði við meðferð sprautufíkla. Varaformaður SÁÁ segir hins vegar að erindi þess efnis hafi legið hjá heilbrigðisráðuneytinu, samtökin hafi farið fyrir fjárlaganefnd til að ýta við málinu og til séu bréfaskriftir þar að lútandi. Enda hefði stjórnin ekki sent frá sér svo harðorða ályktun nema áður hefði verið reynt að knýja fram þátttöku heilbrigðisyfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira