Innlent

Slys á Gjábakkavegi

Kona slasaðist, þó ekki lífshættulega, þegar jepplingur og rútubíll lentu í árekstri á Gjábakkavegi á milli Þingvalla og Laugarvatns í gær. Konan var í jepplingnum en engan í rútunni sakaði. Þá slasaðist frönsk ferðakona þegar bíll hennar valt á veginum inn í Lakagíga. Hún var flutt á Heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri þar sem gert var að sárum hennar en bíllinn er óökufær. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×