Innlent

Róðrarköppum bjargað á Atlantshafi

Fjórum róðrarköppum var í gærkvöldi bjargað um borð í flutningaskip um 350 sjómílur vestur af Skotlandi en þeir voru á leið yfir Atlantshafið frá Kanada. Landhelgisgæslunni var tilkynnt um að bátsverjar hefðu sent út neyðarkall en þá var báturinn mun nær Skotlandi en Íslandi eftir 39 daga róður bátsverja. Flutningaskip kom á vettvang og náði áhöfn þess að bjarga þeim um borð við mjög erfiðar aðstæður. Þrír bátsverja eru alheilir en einn er eitthvað meiddur. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×