Erlend slúðurblöð elta Íslending 9. ágúst 2004 00:01 Bandarísk slúðurblöð eltast nú við ungan Íslending sem starfar á Keflavíkurflugvelli vegna millilendingar leikarans Nicolas Cage þar í síðustu viku að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Þeim finnst sú staðreynd að hann hafi verið að ferðast með barnsmóður sinni, Kristina Fulton, vera mjög óvenjuleg þar sem að Cage giftist nú nýverið hinni 19 ára gömlu Alice Kim. Cage er víst þekktur fyrir að halda sambandi við barnsmóðurina en hefur þó ekki ferðast með henni til þessa. Kristján Ingi Þórðarson, starfsmaður IGS-flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, hefur nú lent á milli leikarans og slúðurblaðanna en síminn hjá honum hefur ekki hætt að hringja. „Blaðið Star Magazine hafði samband við mig í gær og vildi vita allt um málið því það þótti víst grunsamlegt að barnsmóðir hans hafi verið með honum þar sem hann er nýgiftur,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir. „Ég var vakin rétt fyrir hádegi í gær með símtali frá Star Magazine en blaðakona á þeim miðli vildi fá viðtal við mig, ég hélt að hún væri að grínast í mér og þess vegna spurði ég hana hvort um gabb væri að ræða. En raunin var ekki sú, hún vildi fá að vita allt um komu leikarans til Íslands.“ Kristján Ingi furðaði sig á því hvernig henni hafi borist fregnir af þessu en þá svaraði fréttakonan:„Allt er að finna á netinu.“ „Viðtalstæknin hjá konunni var með ólíkindum,“ segir Kristján. Hann bætti því við að yfirheyrslan hjá konunni gefi til kynna að hún taki fjölmörg svona viðtöl á dag. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta bauð eitt stærsta slúðurblaðið í Bandaríkjunum Kristjáni Inga dágóða peningaupphæð fyrir mynd af honum með leikaranum. „Þetta er ekki óskastaðan mín þar sem að ég hef aldrei lent í þessu áður, einn daginn hitti ég Nicolas Cage og hinn daginn er ég í öllum blöðum á Íslandi. Áður en ég veit af þá er stærsta slúðurblað Bandaríkjanna farið að hafa samband,“ sagði Kristján Ingi sem vill helst ekkert ræða við þessi stóru blöð í Bandaríkjunum þar sem þau eru þekkt fyrir að „krydda“ sögur sínar. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við Kristján í morgun hafði hann ekki ákveðið hvort hann hygðist selja myndina til Bandaríkjanna. Ekki er vitað af hverju svo mikill áhugi er á myndinni af honum og Cage en telja Víkurfréttir að það sé vegna staðfestingar á því að hann hafi hitt hann. Meðfylgjandi er myndin sem Kristján Ingi tók af sér og Cage á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Hún er birt með góðfúslegu leyfi Víkurfrétta. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Bandarísk slúðurblöð eltast nú við ungan Íslending sem starfar á Keflavíkurflugvelli vegna millilendingar leikarans Nicolas Cage þar í síðustu viku að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Þeim finnst sú staðreynd að hann hafi verið að ferðast með barnsmóður sinni, Kristina Fulton, vera mjög óvenjuleg þar sem að Cage giftist nú nýverið hinni 19 ára gömlu Alice Kim. Cage er víst þekktur fyrir að halda sambandi við barnsmóðurina en hefur þó ekki ferðast með henni til þessa. Kristján Ingi Þórðarson, starfsmaður IGS-flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, hefur nú lent á milli leikarans og slúðurblaðanna en síminn hjá honum hefur ekki hætt að hringja. „Blaðið Star Magazine hafði samband við mig í gær og vildi vita allt um málið því það þótti víst grunsamlegt að barnsmóðir hans hafi verið með honum þar sem hann er nýgiftur,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir. „Ég var vakin rétt fyrir hádegi í gær með símtali frá Star Magazine en blaðakona á þeim miðli vildi fá viðtal við mig, ég hélt að hún væri að grínast í mér og þess vegna spurði ég hana hvort um gabb væri að ræða. En raunin var ekki sú, hún vildi fá að vita allt um komu leikarans til Íslands.“ Kristján Ingi furðaði sig á því hvernig henni hafi borist fregnir af þessu en þá svaraði fréttakonan:„Allt er að finna á netinu.“ „Viðtalstæknin hjá konunni var með ólíkindum,“ segir Kristján. Hann bætti því við að yfirheyrslan hjá konunni gefi til kynna að hún taki fjölmörg svona viðtöl á dag. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta bauð eitt stærsta slúðurblaðið í Bandaríkjunum Kristjáni Inga dágóða peningaupphæð fyrir mynd af honum með leikaranum. „Þetta er ekki óskastaðan mín þar sem að ég hef aldrei lent í þessu áður, einn daginn hitti ég Nicolas Cage og hinn daginn er ég í öllum blöðum á Íslandi. Áður en ég veit af þá er stærsta slúðurblað Bandaríkjanna farið að hafa samband,“ sagði Kristján Ingi sem vill helst ekkert ræða við þessi stóru blöð í Bandaríkjunum þar sem þau eru þekkt fyrir að „krydda“ sögur sínar. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við Kristján í morgun hafði hann ekki ákveðið hvort hann hygðist selja myndina til Bandaríkjanna. Ekki er vitað af hverju svo mikill áhugi er á myndinni af honum og Cage en telja Víkurfréttir að það sé vegna staðfestingar á því að hann hafi hitt hann. Meðfylgjandi er myndin sem Kristján Ingi tók af sér og Cage á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Hún er birt með góðfúslegu leyfi Víkurfrétta.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira