Erlend slúðurblöð elta Íslending 9. ágúst 2004 00:01 Bandarísk slúðurblöð eltast nú við ungan Íslending sem starfar á Keflavíkurflugvelli vegna millilendingar leikarans Nicolas Cage þar í síðustu viku að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Þeim finnst sú staðreynd að hann hafi verið að ferðast með barnsmóður sinni, Kristina Fulton, vera mjög óvenjuleg þar sem að Cage giftist nú nýverið hinni 19 ára gömlu Alice Kim. Cage er víst þekktur fyrir að halda sambandi við barnsmóðurina en hefur þó ekki ferðast með henni til þessa. Kristján Ingi Þórðarson, starfsmaður IGS-flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, hefur nú lent á milli leikarans og slúðurblaðanna en síminn hjá honum hefur ekki hætt að hringja. „Blaðið Star Magazine hafði samband við mig í gær og vildi vita allt um málið því það þótti víst grunsamlegt að barnsmóðir hans hafi verið með honum þar sem hann er nýgiftur,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir. „Ég var vakin rétt fyrir hádegi í gær með símtali frá Star Magazine en blaðakona á þeim miðli vildi fá viðtal við mig, ég hélt að hún væri að grínast í mér og þess vegna spurði ég hana hvort um gabb væri að ræða. En raunin var ekki sú, hún vildi fá að vita allt um komu leikarans til Íslands.“ Kristján Ingi furðaði sig á því hvernig henni hafi borist fregnir af þessu en þá svaraði fréttakonan:„Allt er að finna á netinu.“ „Viðtalstæknin hjá konunni var með ólíkindum,“ segir Kristján. Hann bætti því við að yfirheyrslan hjá konunni gefi til kynna að hún taki fjölmörg svona viðtöl á dag. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta bauð eitt stærsta slúðurblaðið í Bandaríkjunum Kristjáni Inga dágóða peningaupphæð fyrir mynd af honum með leikaranum. „Þetta er ekki óskastaðan mín þar sem að ég hef aldrei lent í þessu áður, einn daginn hitti ég Nicolas Cage og hinn daginn er ég í öllum blöðum á Íslandi. Áður en ég veit af þá er stærsta slúðurblað Bandaríkjanna farið að hafa samband,“ sagði Kristján Ingi sem vill helst ekkert ræða við þessi stóru blöð í Bandaríkjunum þar sem þau eru þekkt fyrir að „krydda“ sögur sínar. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við Kristján í morgun hafði hann ekki ákveðið hvort hann hygðist selja myndina til Bandaríkjanna. Ekki er vitað af hverju svo mikill áhugi er á myndinni af honum og Cage en telja Víkurfréttir að það sé vegna staðfestingar á því að hann hafi hitt hann. Meðfylgjandi er myndin sem Kristján Ingi tók af sér og Cage á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Hún er birt með góðfúslegu leyfi Víkurfrétta. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Bandarísk slúðurblöð eltast nú við ungan Íslending sem starfar á Keflavíkurflugvelli vegna millilendingar leikarans Nicolas Cage þar í síðustu viku að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Þeim finnst sú staðreynd að hann hafi verið að ferðast með barnsmóður sinni, Kristina Fulton, vera mjög óvenjuleg þar sem að Cage giftist nú nýverið hinni 19 ára gömlu Alice Kim. Cage er víst þekktur fyrir að halda sambandi við barnsmóðurina en hefur þó ekki ferðast með henni til þessa. Kristján Ingi Þórðarson, starfsmaður IGS-flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, hefur nú lent á milli leikarans og slúðurblaðanna en síminn hjá honum hefur ekki hætt að hringja. „Blaðið Star Magazine hafði samband við mig í gær og vildi vita allt um málið því það þótti víst grunsamlegt að barnsmóðir hans hafi verið með honum þar sem hann er nýgiftur,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir. „Ég var vakin rétt fyrir hádegi í gær með símtali frá Star Magazine en blaðakona á þeim miðli vildi fá viðtal við mig, ég hélt að hún væri að grínast í mér og þess vegna spurði ég hana hvort um gabb væri að ræða. En raunin var ekki sú, hún vildi fá að vita allt um komu leikarans til Íslands.“ Kristján Ingi furðaði sig á því hvernig henni hafi borist fregnir af þessu en þá svaraði fréttakonan:„Allt er að finna á netinu.“ „Viðtalstæknin hjá konunni var með ólíkindum,“ segir Kristján. Hann bætti því við að yfirheyrslan hjá konunni gefi til kynna að hún taki fjölmörg svona viðtöl á dag. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta bauð eitt stærsta slúðurblaðið í Bandaríkjunum Kristjáni Inga dágóða peningaupphæð fyrir mynd af honum með leikaranum. „Þetta er ekki óskastaðan mín þar sem að ég hef aldrei lent í þessu áður, einn daginn hitti ég Nicolas Cage og hinn daginn er ég í öllum blöðum á Íslandi. Áður en ég veit af þá er stærsta slúðurblað Bandaríkjanna farið að hafa samband,“ sagði Kristján Ingi sem vill helst ekkert ræða við þessi stóru blöð í Bandaríkjunum þar sem þau eru þekkt fyrir að „krydda“ sögur sínar. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við Kristján í morgun hafði hann ekki ákveðið hvort hann hygðist selja myndina til Bandaríkjanna. Ekki er vitað af hverju svo mikill áhugi er á myndinni af honum og Cage en telja Víkurfréttir að það sé vegna staðfestingar á því að hann hafi hitt hann. Meðfylgjandi er myndin sem Kristján Ingi tók af sér og Cage á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Hún er birt með góðfúslegu leyfi Víkurfrétta.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira