Innlent

Brjálað að gera

"Það er yfirleitt brjálað að gera þegar veðrið er svona gott," segir Helena Björk Þrastardóttir, þjónn á kaffihúsinu Kaffibrennslunni við Austurvöll. "Þá er mikið af útiborðum og reyndar líka troðfullt innandyra." Helena telur einnig að fólk sitji lengur á kaffihúsunum þegar veðrið er gott. Helena segir bjórsöluna meiri þegar sólin skín og hlýtt er í veðri. "Íste hefur líka selst mikið í sumar en það er lítið keypt af því á veturna," segir Helena. Hún telur þó ekki góðviðrið koma niður á sölu heitra drykkja, eftirspurn eftir þeim sé svipuð og þegar verr viðrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×