Innlent

Sjómenn og útvegsmenn funda

Fundi sjómanna og útvegsmanna hjá Ríkissáttasemjara lauk í hádeginu í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á mánudaginn klukkan tíu. Sem kunnugt er ríkja deilur um laun sjómanna og var fundurinn í dag sá fyrsti á milli deiluaðila síðan í maí. Ákveðið var að fresta fundum í sumar til þess að hlutaðeigandi aðilar gætu farið yfir málin, hvor í sínu horni, og fengið nægan umhugsunartíma. Fundurinn í dag var eins konar upprifjunarfundur þar sem þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið í vor. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir. Myndin er af byggingunni þar sem Ríkissáttasemjari er til húsa í Borgartúni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×