Innlent

Davíð kominn heim

Davíð Oddsson forsætisráðherra talaði við forsætisráðherra Norðurlandanna í síma í dag og líður að sögn vel miðað við aðstæður. Davíð var lagður inn á sjúkrahús vegna gallblöðrubólgu þann 21. júlí síðastliðinn. Við rannsókn kom í ljós æxli í nýra og var annað nýra hans og gallblaðra fjarlægð í aðgerð. Síðar fannst illkynja æxli í skjaldkirtli og var hann fjarlægður. Batahorfur Davíðs Oddssonar eru sagðar mjög góðar og þrátt fyrir að æxlin sem fundust hafi reynst illkynja þarf hann hvorki að gangast undir geisla- né lyfjameðferð vegna þeirra. Forsætisráðherra er nú komin heim en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag. Hann mun hvílast heima við næstu vikurnar eða þar til hann getur hafið störf að nýju. Í tilkynningu sem send var frá forsætisráðuneytinu í dag ítrekar Davíð þakklæti til starfsfólks sjúkrahússins sem hefur annast hann þennan tíma. Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, sagði í dag að ekki kæmi til greina að lyklaskipti í stjórnarráðinu yrðu fyrir 15. september. Davíð hafi talað við alla forsætisráðherra Norðurlandanna í síma í dag, honum liði vel og bjart væri yfir  heilsu hans og framtíð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×