Innlent

Þrumuveður á Suðurlandi

Þrumur og eldingar geisuðu á Suðurlandi í nótt og fylgdu úrhellis skúrir í kjölfarið. Um tíma fór rafmagn af Hveragerði og Ölfusi en ekki er vitað til þes að tjón hafi hlotist af. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni var mjög hlýtt og rakt loft að ganga inn á landið sem olli ójafnvægi í loftstraumum og verður þá þrumuveður. Klukkan þrjú í nótt mældist 20 stiga hiti á nokkrum stöðum á Suðurlandi sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma og á þessum tíma sólarhrings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×