Innlent

Kornskurður hafinn í Eyjafirði

Kornsláttur hófst í Eyjafirði í gær og hefur hann aldrei hafist fyrr. Óskar Kristjánsson bóndi í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit sló 4,5 hektara af byggi og hefur uppskeran aldrei verið betri að 5 tonn af hektara. Kornrækt hefur farið vaxandi hér á landi síðustu ár og er áætlað að kornuppskeran nemi yfir 11.000 tonnum í sumar. Kornrækt nemur nú um 10-12% af kjarnfóðurnotkun íslenskra bænda. 45% kornræktar er á Suðurlandi, 35% á Norðurlandi, 15% á Vesturlandi og 5% á Austurlandi. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×