Fleiri fréttir

Yfir 10% hækkun á tveim árum

Eftir fyrirhugaða 2,6 prósenta hækkun á orkuverði næstu mánaðamót hefur Orkuveita Reykjavíkur á tveimur árum hækkað raforkuverð um sem nemur 10 prósentum og verð á heitu vatni sem nemur rúmum 13 prósentum, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Vísað frá fyrir Hæstarétti

Hæstiréttur hefur vísað frá skaðabótarmáli því er Austurbakki hf. höfðaði gegn fyrrverandi eigendum útivistarverslunarinnar Nanoq í Kringlunni en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt mennina til greiðslu skaðabóta að upphæð 9,2 milljónir króna.

Ákærður fyrir þrjár líkamsárásir

Stefán Logi Sívarsson hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem hann framdi á tveimur dögum í apríl síðastliðnum. Ein líkamsárásin er sögð hafa verið sérstaklega hættuleg. Hinar tvær líkamsárásirnar framdi Stefán Logi í félagi við mann á þrítugsaldri sem einnig er ákærður.

Eldur í nýbyggingu

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að nýbyggingu Háskólans á Akureyri við Sólborg rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Eldurinn kom upp þegar kviknaði í þakdúk í turni rannsóknarhúss og steig mikill reykur frá byggingunni.

Barnshafandi með þúsundir e-taflna

Barnshafandi kona sem reyndi að smygla hingað til lands 5.005 e-töflum var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Töflurnar fundust við venjubundið eftirlit Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í bakpoka konunnar þegar hún kom hingað til lands frá París á fimmtudaginn.

Eimskip kaupir tvö frystiskip

Eimskipafélag Íslands hefur gert samninga um smíði tveggja frystiskipa og er kaupverð þeirra samtals um tveir milljarðar króna. Skipin verða smíðuð í Noregi og afhent haustið 2005 og í júní 2006, en stefnt er að því að þau verði í vikulegum áætlanasiglingum milli Noregs, Bretlands og Íslands.

Íslenskumælandi talgervill í síma

Í sumarlok er von á íslenskumælandi talgervli í farsíma sem gagnast getur blindum og sjónskertum. Með hjálp búnaðarins geta blindir og sjónskertir þá nýtt sér til fulls þá kosti sem farsímatæknin hefur í för með sér, svo sem SMS eða MMS smáskilaboð sem síminn les þá upphátt fyrir notandann.

Annar laus úr gæsluvarðhaldi

Annar af tveimur mönnum um þrítugt sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn í síðustu viku er laus úr haldi. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku og rann sá tími út í gær.

Mómælum komið á framfæri

Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum fjölmargra hér á landi vegna mannréttindabrota á föngum í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. Það gerði Sturla Böðvarsson í apríl og Halldór Ásgrímsson svo aftur í maí á fundi hans með sendiherra Bandaríkjanna hér á landi.

Skoða þarf svigrúmið

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur lækkun virðisaukaskatts eina leið til þess að bregðast við aukinni verðbólgu.

Milljóna-Svíinn dæmdur

Sænski ferðalangurinn sem handtekinn var í Leifsstöð 21. maí síðastliðinn með tvær milljónir króna í reiðufé í vösunum var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar í gær. Hann hafði játað á sig fjársvik við yfirheyrslu og birti sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli honum ákæru í gær.

Dagmömmur ósáttar

Ég hef fjórum sinnum hringt og beðið um að þetta verði lagað og alltaf segja menn að þeir komi eins og skot, en ekkert gerist," segir Linda Björk Friðriksdóttir, dagmamma í Bústaðahverfi í Reykjavík. Henni og öðrum dagmömmum í hverfinu blöskrar bág aðstaða á leikvöllum í hverfinu og segja leiktæki vera almennt sjúskuð og jafnvel slysagildrur.

Enn lítið af rjúpu

Uppsveifla hefur orðið í rjúpnastofninum samkvæmt rjúpnatalningu á vegum Náttúrfræðistofnunar Íslands í vor. Mat Náttúrufræðistofnunar er að ekki sé hægt að hverfa frá ákvörðun um þriggja ára veiðibann að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

Met velta á verðbréfamarkaði

Met velta var á verðbréfamarkaði í gær þegar bréf fyrir nítján og hálfan milljarð króna skiptu um eigendur. Þetta er tveimur milljörðum meiri velta en en sjöunda maí, þegar met var sett þá.

Rjúpnastofninn í uppsveiflu

<font size="2"> Rjúpnastofninn er í mikilli uppsveiflu en þrátt fyrir það telur Náttúrufræðistofnun Íslands ekki ástæðu til að falla frá ákvörðun um þriggja ára veiðibann. Ástæðan er sú að þrátt fyrir uppsveifluna er tiltölulega lítið af rjúpu í landinu þar sem stofninn var orðinn mjög lítill áður en hann fór að rétta úr kútnum. </font>

Minni andstaða við fjölmiðlalög

Heldur dregur úr andstöðu almennings við fjölmiðlafrumvarpið svonefnda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu er 71 prósent á móti lögunum en 29 prósent fylgjandi þeim.

Ástþór kærir

Ástþór Magnússon krefst þess að forsetakosningunum verði frestað, þar sem frambjóðendum sé mismunað í fjölmiðlum. Hann hefur einnig kært Ríkisútvarpið fyrir ritskoðun.

Hættir sem verjandi Jóns Ásgeirs

Helgi Jóhannesson hefur hætt sem verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna rannsóknar á skattamálum Baugs. Helgi var yfirheyrður hjá Skattrannsóknarstjóra vegna hlutabréfakaupa fjárfestingafélagsins Fjárfars, en Helgi var í stjórn fyrirtæksins og um tíma stjórnarformaður.

Óráðlegt að lækka skatta

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur óráðlegt að lækka skatta við núverandi aðstæður í efnahagslífinu og ítrekar að ríkið verði að takast á við kerfislægan vöxt rekstrarútgjalda ríkissjóðs

Hreinsunarátak fyrir 17. júní

Reykjavíkurborg hvetur almenning til að fegra borgina fyrir hátíðarhöldin 17. júní þegar lýðveldið verður 60 ára. Hreinsunarátak Reykjavíkurbogar, Tökum til hendinni, er nú í fullum gangi en átakinu lýkur á sunnudag. Þórólfur Árnason borgarstjóri segist mjög ánægður með viðbrögð borgarbúa.

Hrefnuveiðar hefjast á ný

Fimm hrefnur hafa veiðst síðan rannsóknarveiðar hófust á ný í byrjun mánaðarins. Að sögn Gísla Víkingssonar, verkefnastjóra hjá Hafrannsóknarstofnuninni, ganga rannsóknir vel, en veiddar verða 25 hrefnur í sumar.

Kosið um lögin í byrjun ágúst

Alþingi verður kallað saman mánudaginn 5. júlí þar sem ákveðið verður fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara fram í byrjun ágúst. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar að loknum samráðsfundi með formönnum allra stjórnmálaflokkanna í gær.

Meirihluti kennara vill verkfall

Yfirgnæfandi meirihluti kennara og skólastjóra vill boða verkfall í grunnskólum frá og með 20. september hafi kjarasamningur ekki verið gerður fyrir þann tíma. Leynilegri atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lauk þann 3. júní.

Lögregla afhendir rannsóknargögn

Hæstiréttur hefur dæmt lögreglustjórann í Reykjavík til að afhenda verjanda útlendings, sem er grunaður um að tengjast ólöglegum fólksflutningum til Vesturheims, rannsóknargögn í málinu. Maðurinn er í hópi þriggja útlendinga af arabískum uppruna sem sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handteknir með stolin og fölsuð vegabréf.

Lénið frjálstútvarp.is keypt

Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Petrea Ingibjörg Jónsdóttir starfsmaður á skrifstofu flokksins hafa fest kaup á léninu frjálstútvarp.is.

Kristján Eldjárn synjaði ekki

Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti Íslands treysti sér ekki til að synja þáverandi forsætisráðherra um að undirrita ákvörðun um þingrof, þótt formenn þriggja stjórnmálaflokka leggðu hart að honum að gera það. Þetta kemur meðal annars fram í einkaskjölum Kristjáns sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur hefur fengið að skoða.

Saxi með lægsta tilboð

Um 100% munur er á hæsta og lægsta tilboði í viðbyggingu við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði. Hæsta tilboðið var frá Íslenskum aðalverktökum í Reykjavík, rúmar 132 milljónir króna, sem er 151% af kostnaðaráætlun.

Ekkert samráð við stjórnarandstöðu

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki vita betur en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi spurt formenn allra stjórnmálaflokka að því hvort þeir væru til í að taka þátt í því að hafin yrði endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Kettir skrásettir á Suðurnesjum

Það getur heldur betur verið að kaupa köttinn í sekknum að þiggja gefins nokkurra vikna kassavanan sætan kettling, því að hið opinbera er farið að líta þennan ferfætta skottpening hýru auga til gjaldtöku.

Víða engin lágmarkskjörsókn

Ekki eru nein fordæmi fyrir því í nágrannaríkjum Íslands að krefjast 75 prósenta lágmarkskjörsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Víða er engrar lágmarkskjörsóknar krafist.  

Reykingabann í haust

Frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum, sambærilegt því sem Írar og Norðmenn hafa lögfest, verður undirbúið í heilbrigðisráðuneytinu í sumar og er stefnt að því að leggja það fram á næsta þingi.

Hernes til Danmerkur

Danskur dráttarbátur er nú lagður af stað með vikurflutningaskipið Hernes, sem strandaði í Þorlákshöfn í síðasta mánuði, áleiðis til Póllands þar sem gert verður við það.

Aukið fylgi ríkisstjórnar

Ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig talsverðu fylgi frá könnun Fréttablaðsins frá tuttugasta maí samkvæmt nýjustu skoðanakönnun blaðsins og fengju nú tæplega fjörutíu og þriggja prósenta fylgi

Þing kemur saman fimmta júlí

Þing kemur saman fimmta júlí til að ákveða fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög, en stefnt er að því að kjördagur verði snemma í ágúst.

Kalla þarf saman Alþingi hið fyrsta

Samfylking og Vinstri grænir telja nauðsynlegt að Alþingi verði kallað saman sem fyrst svo taka megi ákvörðun um fyrirkomulag og tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Samráðs allra þingflokka er þörf.

Sjá næstu 50 fréttir