Innlent

Þing kemur saman fimmta júlí

Þing kemur saman fimmta júlí til að ákveða fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög, en stefnt er að því að kjördagur verði snemma í ágúst. Þetta kom fram hjá forsætisráðherra eftir mjög stuttan samráðsfund með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, sem sprakk í loft upp í Stjórnarráðinu fyrir hádegi. Forsætisráðherra segist hafa slitið fundinum þar sem forystumenn stjórnarandstöðunnar hefðu byrjað að setja þau skilyrði sem ætti að vinna eftir. Hann og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar, hefðu ekki viljað ganga til fundar með þessum formerkjum. Stjórnarandstaðan segir aftur á móti ríkisstjórnina hafa hafnað öllum beiðnum um samráð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×