Innlent

Ekkert samráð við stjórnarandstöðu

"Að minnsta kosti var ég spurður. Ég svaraði því játandi, að Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn til þess að taka þátt í því. Forsætisráðherra tók það fram að honum fyndist rétt að ákvæðin er vörðuðu forsetann væru inni í þeirri endurskoðun," segir Halldór.   Fréttablaðið hafði samband við formenn hinna stjórnmálaflokkanna. Enginn þeirra kannaðist við það að forsætisráðherra hefði rætt við þá um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Halldór telur að það hafi verið einhvern tímann síðastliðinn vetur sem Davíð hafi komið að máli við hann. Það hafi verið í kjölfar umræðu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, "Annað hvort á Alþingi eða í Morgunblaðinu," að sögn Halldórs. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, bar fram fyrirspurn til forsætisráðherra á Alþingi í byrjun nóvember. Í svari sínu sagðist Davíð vera "tilbúinn til samstarfs við forustumenn stjórnmálaflokkanna um þessi atriði og vinnu í framhaldi af því". "Það er með ólíkindum hversu þessir menn eru smitaðir af andstæðu þingræðisins, það er að segja ráðherraræðinu, sem virðist ráða öllum þeirra gjörðum," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Þeir eru bersýnilega byrjaðir á bak við luktar dyr að ákveða sín á milli hvernig á að breyta stjórnarskrá," segir hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×