Innlent

Minni andstaða við fjölmiðlalög

Heldur dregur úr andstöðu almennings við fjölmiðlafrumvarpið svonefnda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu er 71 prósent á móti lögunum en 29 prósent fylgjandi þeim. Blaðið hefur þrisvar áður kannað afstöðu fólks til frumvarpsins og hefur andstaðan ávallt verið meiri og var mest 83 prósent. 73 prósent tóku afstöðu í nýjustu könnuninni, 23 prósent sögðust vera óákveðin eða neituðu að svara og um fjögur prósent sögðust ekki ætla að kjósa.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×