Innlent

Hreinsunarátak fyrir 17. júní

Reykjavíkurborg hvetur almenning til að fegra borgina fyrir hátíðarhöldin 17. júní þegar lýðveldið verður 60 ára. Hreinsunarátak Reykjavíkurbogar, Tökum til hendinni, er nú í fullum gangi en átakinu lýkur á sunnudag. Þórólfur Árnason borgarstjóri segist mjög ánægður með viðbrögð borgarbúa. „Ég er sérstaklega ánægður yfir því jákvæða hugarfari sem fólk hefur sýnt.“ Verið er að vinna mörg skemmtileg verkefni á vegum stofnana fyrirtækja og einkaaðila. Reykjavíkurborg hefur gengið á undan með góðu fordæmi í átakinu en skólar, leikskólar og stofnanir borgarinnar hafa unnið að tiltekt í sínu nánasta umhverfi. Þá er í dag fyrsti starfsdagur Vinnuskólans og sjá má ungt fólk að störfum um alla bor Ókeypis sorppokar vegna átaksins renna út en þá má nálgast á bensínstöðvum, sundstöðum, félagsmiðstöðvum félagsþjónustunnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, Blómavali, Garðheimum og Gróðrarstöðinni Mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×