Fleiri fréttir

Bensíni með blýi útrýmt í heiminum

Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn.

Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum

Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018.

Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi

Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar.

Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu

Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen.

Hafa birt lista Flokks fólksins í Kraganum

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna sem fram fara eftir tæpan mánuð. Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins og skipar efsta sæti listans.

Sunnan­átt og hiti að 21 gráðu austan­lands

Spáð er suðvestan og sunnanátt í dag, víða fimm til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig sumsstaðar í vindstrengjum á annesjum á Norðvesturlandi og í Öræfum.

Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan

Talíbanar hafa nú tekið alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan alfarið á sitt vald. Síðasta bandaríska herflugvélin er farin þaðan og þar með er tuttugu ára stríði Bandaríkjamanna í landinu lokið með, að því er virðist, fullnaðarsigri talíbana. Fjölmargir komust þó ekki úr landi. 

Fundu minjar frá landnámi um fiskverkun á Seyðisfirði

Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft í Seyðisfjarðarbæ eru komnir niður á mannvirki frá landnámsöld sem virðist hafa verið nýtt til fiskverkunar. Fornminjarnar fundust undir skriðu sem féll fyrir sexhundruð árum.

Banda­ríkja­her farinn frá Afgan­istan

Bandarískir fjölmiðlar greina nú frá því að síðustu herflugvélar bandaríska hersins hafi tekið á loft frá Hamid Karzai-flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, nú í kvöld.

Landhelgisgæslan vör við umferð þriggja rússneskra skipa

Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum þriggja rússneskra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrr í mánuðinum. Stjórnstöðvar Gæslunnar urðu varar við umferð þriggja óþekktra skipa og fylgdist varðskipið Þór með ferðum eins þeirra í ratsjá.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forysta KSÍ er þögul sem gröfin nú þegar stjórnin er krafin um afsögn og aukaþing. Knattspyrnuhreyfingin óttast orðspor íslenskrar knattspyrnu. Stjórn KSÍ hefur setið á fundi vegna málsins síðan síðdegis í dag.

Hjúkrunar­fræðingurinn laus úr haldi lög­reglu

Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku

Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum.

Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ

Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum.

Ída olli usla í Lúisíana

Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir í Lúisíana í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ída gekk þar yfir í gærkvöldi og í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum og leiddi til mikilla flóða, rafmagnsleysis og annarskonar tjóns.

Ingó tróð upp í fimm­tugs­af­mæli stjórnar­manns KSÍ

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis.

Öfgar og Bleiki fíllinn boða til mótmæla gegn KSÍ

Aðgerðahóparnir Öfgar öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla næstkomandi fimmtudag vegna máls KSÍ. Hóparnir segja að öll stjórn KSÍ verði að segja af sér, ekki aðeins formaður sambandsins.

Flugu í auga Ídu

Veðurstofa Bandaríkjanna birti í gær myndband úr auga fellibyljarins Ídu. Flugmenn Veðurstofunnar og flughers Bandaríkjanna höfðu þá flogið í miðju fellibyljarins til að mæla styrk hans og annað.

„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart

Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórn KSÍ tók ákvörðun um að vísa Kolbeini Sigþórssyni úr íslenska landsliðshópnum vegna ofbeldismáls. Þetta herma heimildir fréttastofu sem heldur áfram umfjöllun um málefni KSÍ í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

46 greindust smitaðir af veirunni í gær

Síðasta sólarhringinn greindust 46 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 25 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 21 var utan sóttkvíar.

Gripinn með kíló af kókaíni í ferðatöskunni

Þýsk-rússneskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi hér á landi fyrir innflutning á rétt tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn er kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon.

Mánaðar­leigan 1,2 milljónir króna

Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla.

Sjá næstu 50 fréttir