Innlent

Hafa birt lista Flokks fólksins í Kraganum

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Tyrfingsson, Jónína Óskarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Þóra Gunnlaug Briem skipa efstu sæti listans.
Sigurður Tyrfingsson, Jónína Óskarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Þóra Gunnlaug Briem skipa efstu sæti listans. Flokkur fólksins

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna sem fram fara eftir tæpan mánuð. Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins og skipar efsta sæti listans.

Í tilkynningu segir að Guðmundur hafi slasast illa í umferðaslysi fyrir 28 árum og hafi orðið öryrki í kjölfarið.

„Hann hefur æ síðan, helgað líf sitt baráttunni gegn óréttlæti, fátækt og mannvondu almannatryggingakerfi. Guðmundur sat í trúnaðarráði VR frá 2004 til 2012 og var fulltrúi þess á ársfundum Alþýðusambands Íslands. Frá 2010 hefur hann verið formaður Bótar, baráttu- og samstöðufélags fyrir bættum kjörum lífeyrisþega og gegn fátækt á Íslandi. Þá einnig verið í stjórn Sjálfsbjargar og ÖBÍ. Hann var fulltrúi í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar frá 2014 til 2016.

Jónína Björk Óskarsdóttir skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Jónína er eldri borgari og varaþingmaður. Hún hefur alla tíð barist fyrir velferð, bættum kjörum og aðbúnaði eldra fólks. Jónína var í stjórn dvalar og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku og starfaði við heimaþjónustu aldraðra í Ólafsfirði frá árinu 1986. Árið 1998 hóf hún störf fyrir félagsþjónustu Hafnarfjarðar við heimaþjónustudeildina og tók síðan við félagsstarfi aldraðra 2004.

Sigurður Tyrfingsson, fasteignasali og hússmíðameistari, skipar þriðja sætið. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur, er í fjórða sæti.“

Að neðan má svo sjá listann í heild sinni:

 • 1. Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður/öryrki
 • 2. Jónína Óskarsdóttir, eldri borgari
 • 3. Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali / hússmíðameistari
 • 4. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur
 • 5. Stefanía Sesselía Hinriksdóttir, bifvéla- og bifhjólavirki
 • 6. Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur
 • 7. Hafþór Gestsson, prófdómari
 • 8. Magnús Bjarnarson, öryrki/eldri borgari
 • 9. Bjarni G. Steinarsson, körfubílstjóri
 • 10. Páll Þór Ómarsson Hillers, framkvæmdarstjóri
 • 11. Davíð Örn Guðmundsson, mótökustjóri
 • 12. Einar Magnússon, rafvirkjafræðingur
 • 13. Gunnar Þór Þórhallsson, fv. vélfræðingur/eldri borgari
 • 14. Heiða Kolbrún Leifsdóttir, huglistamaður
 • 15. Karl Hjartarson, fv. varðstjóri/eldri borgari
 • 16. Erla Magnúsdóttir, fv. sundlaugavöður/eldri borgari
 • 17. Vilborg Reynisdóttir, starfsmaður Félagsstarfs aldraðra
 • 18. Guðni Karl Harðarson, öryrki
 • 19. Margrét G Sveinbjörnsdóttir, fv. skólaliði/eldri borgari
 • 20. Andrea Kristjana Sigurðardóttir, atvinnulaus
 • 21. Katrín Gerður Júlíusdóttir, öryrki
 • 22. Kolbeinn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri
 • 23. Guðmundur Ingi Guðmundsson, sölumaður
 • 24. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
 • 25. Baldur Freyr Guðmundsson, öryrki
 • 26. Jón Númi Ástvaldsson, öryrki


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.