Fleiri fréttir

Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi

Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu.

„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“

Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet.

Hluta Times Square lokað eftir skot­á­rás

Lögregla í New York-borg í Bandaríkjunum hefur lokað hluta Times Square, eins þekktasta kennileitis borgarinnar, eftir að tvær konur og fjögurra ára stúlka voru skotnar þar.

Dæmd fyrir að slá son sinn í­trekað í deilum um Fortni­te-spilun

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. 

Vill sjá styttri máls­með­ferðar­tíma og fræðslu innan dóms­kerfisins

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins.

Brynjar stefnir á annað sætið í Reykja­vík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og vill vera í framvarðasveit flokksins í Reykjavík, eins og hann orðar það. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni.

Gætu gripið til þess að loka skólum

Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum hér á landi, en hátt í tvö hundruð manns hafa þurft að fara í skimun í Skagafirði í dag eftir að fjórir greindust með smit þar.

Vöntun á hrossum til slátrunar

Sláturfélag Suðurlands leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar til að uppfylla samning um sölu á fersku hrossakjöt til Sviss.

Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar

Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna.

Elsti gígurinn mættur aftur til leiks

Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst.

Efast um til­kall konungs­sonar til krúnu Súlúmanna

Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni.

Nýjum sátt­mála ætlað að fækka á­rekstrum

Sérstakur sáttmáli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa var undirritaður í félagsheimili Fáks í Víðidal í morgun. Er það gert í ljósi tíðra óhappa og slysa að undanförnu og ákváðu fulltrúar mismunandi hópar vegfarenda að taka höndum saman um sáttmála sem legið geti til grundavallar fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi svo öryggi þeirra og annarra sé sem best tryggt.

Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun

„Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag.

ESB gerir risasamning við Pfizer um kaup á bóluefni

Evrópusambandið gæti fengið allt að 1,8 milljarða skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni næstu þrjú árin samkvæmt nýjum risasamningi sem það hefur gert við Pfizer og BioNTech. Ísland tekur þátt í bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins og nýtur því góðs af samningnum.

Tugir í sóttkví í Skagafirði eftir að fjórir greindust smitaðir

Sýnatökur og smitrakning eru nú í fullum gangi og tugir manna eru farnir í sóttkví eftir að staðfest var að fjórir væru smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og Skagafirði í gær. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir of snemmt að tala um hópsmit en að líkur sé á að sýkingin nú sé meiri að umfangi en sveitarfélagið hafi lent í til þessa í faraldrinum.

Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur

Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi.

Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem

Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn.

Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH

Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma.

Maður sem sendi RÚV sprengjuhótun handtekinn

Ekkert óeðlilegt fannst í Útvarpshúsinu eftir að maður hringdi inn sprengjuhótun til Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Sá sem hringdi inn hótunina var handtekinn seinna um kvöldið.

Kia e-Soul - afar frambærilegur rafbíll í óræðum stærðarflokki

Kia e-Soul er fimm manna rafhlaðbakur eða bíll af óræðri millistærð á milli hefðbundins hlaðbaks og jepplings, án þess að sé mjög hátt undir hann. Hann verður flokkaður sem hlaðbakur hér, aðallega vegna þess að hann nær ekki að vera jepplingur að mati blaðamanns.

Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt.

Ó­víst að Skoski þjóðar­flokkurinn tryggi sér meiri­hluta

Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi.

Ís­land komið á græna listann hjá Bret­landi

Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið.

Sýknaður af á­kæru um kyn­ferðis­broti gegn barni

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára.

Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar

Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu.

Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice

Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Byrjað verður að aflétta samkomutakmörkunum fyrir sumarið á mánudag þegar fimmtíu mega koma saman. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar og þá ákvörðun að bólusetja ekki lengur eftir aldri innan forgangshópa heldur tilviljanakennt.

Sjá næstu 50 fréttir