Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 19:37 Helga Vala Helgadóttir. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20