Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 22:43 Hátt í 200 manns fóru í skimun í dag eftir að fjögur greindust með kórónuveiruna í Skagafirði. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira