Fleiri fréttir Dæmdir fyrir að slást hvor við annan Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða. 7.5.2021 17:20 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7.5.2021 17:14 Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. 7.5.2021 16:49 Bein útsending: Stefnuræða Katrínar á landsfundi VG Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína á tólfta landsfundi Vinstri grænna klukkan 17:15. Vísir sýnir beint frá fundinum, en hægt er að fylgjast með ræðunni í spilaranum að neðan. 7.5.2021 16:45 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7.5.2021 16:29 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7.5.2021 15:28 Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7.5.2021 15:04 Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. 7.5.2021 14:48 Í farbanni vegna mannslátsins í Kópavogi Karlmaður á þrítugsaldri verður gert að sæta áframhaldandi farbanni næstu átta vikurnar að kröfu lögreglu. Maðurinn hefur stöðu sakbornings í rannsókn á mannsláti í Vindakór í Kópavogi í byrjun apríl. 7.5.2021 14:33 Gosfólkið hámar í sig pylsurnar í stórum stíl Slysavarnadeildin Þórkatla hefur komið upp sölugámi, sem kallast Ellubúð, við göngustíginn, sem liggur að gosstöðvunum við Fagradalsfjall og hefur algerlega slegið í gegn. 7.5.2021 13:20 Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. 7.5.2021 13:00 Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. 7.5.2021 12:31 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7.5.2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7.5.2021 12:23 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7.5.2021 11:55 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við forstöðumann sóttvarnahótelalana sem segir mögulega komið að þolmörkum á landamærum þegar kemur að skimun farþega sem hingað koma. 7.5.2021 11:38 Bein útsending: Konur og öryggi – Lyklar, piparsprey og tónlist í öðru eyranu Konur upplifa margar óöryggi í sínu daglega lífi og við hinar ýmsu aðstæður. Hvort sem það er inni á heimili, á netinu, í útihlaupum eða göngutúrum. Hvað veldur og hvaða leiðir eru til að bæta úr? 7.5.2021 11:30 Sjúkrarúm frá Akureyri gengin í endurnýjun lífdaga í Síerra Leone Aurora velgerðasjóður starfrækir þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone og afhenti 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í landinu. 7.5.2021 11:26 Aðgengið bætt að gosstöðvunum með nýjum stíg Þeir sem lögðu leið sína á gosstöðvarnar í gærkvöldi voru þeir fyrstu sem fengu að ganga nýlagðan stíg á A-leiðinni svokölluðu sem auðveldar aðgengið til muna. 7.5.2021 11:25 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7.5.2021 11:23 Nowa lista krajów wysokiego ryzyka opublikowana przez Ministerstwo Zdrowia Lista wraz z zasadami przekraczania granicy i obostrzeniami co do konkretnych krajów obowiązuje od dziś. 7.5.2021 11:02 Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. 7.5.2021 11:00 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7.5.2021 10:52 „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. 7.5.2021 10:49 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7.5.2021 08:48 Títan díoxíð (E171) verður ekki lengur leyfilegt aukaefni í matvælum Títan díoxíð er ekki lengur talið öruggt aukaefni í matvælum, samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi efnisins með óyggjandi hætti en ekki er hægt að útiloka skaðleg áhrif á erfðaefni út frá nýjum rannsóknum. 7.5.2021 08:37 Ísland áfram gult og staðan enn verst á Kýpur Ísland er áfram flokkað sem gult ríki á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem segir til um stöðuna á hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Uppfært kort var birt í gær. 7.5.2021 08:20 Japanir sitja uppi með tugmilljónir bóluefnaskammta Útlit er fyrir að innan tíðar muni Japan sitja uppi með tugmilljónir ónotaðra bóluefnaskammta, þar sem verulegir hnökrar eru á framkvæmd bólusetninga í landinu. 7.5.2021 08:03 Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7.5.2021 07:43 Tólf ára mætti með byssu í skólann og skaut tvo samnemendur og starfsmann Tólf ára gömul stúlka í Rigby Middle School í borginni Rigby í Idaho í Bandaríkjunum skaut á tvo samnemendur sína og starfsmann skólans í gær. Fórnarlömbin eru talin munu lifa. 7.5.2021 07:35 Sitjum áfram í köldum loftmassa af norðlægum uppruna Það eru í grunninn litlar breytingar á veðri næstu daga frá því sem verið hefur undanfarið. Víðáttumikil hæð er ennþá yfir Grænlandi og við sitjum í köldum loftmassa af norðlægum uppruna. 7.5.2021 07:16 Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. 7.5.2021 07:04 Nýr og endurhannaður Subaru Outback frumsýndur á morgun Ný og endurhönnuð kynslóð hins vinsæla Subaru Outback verður kynntur frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða, á morgun, laugardag, 8. maí milli kl. 12 og 16. 7.5.2021 07:02 Grunsamlegar mannaferðir og eldur í runna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða og elds í runna. Þá var tilkynnt um nokkur innbrot og umferðaróhöpp. 7.5.2021 06:25 25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. 6.5.2021 23:26 Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Þingkonan Elise Stefanik lýsti því yfir í dag að hún vildi stöðu þingkonunnar Liz Cheney, sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney hefur verið undir miklum þrýstingi innan flokksins fyrir að taka ekki undir falsar yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningsvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra. 6.5.2021 22:30 Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6.5.2021 22:20 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6.5.2021 22:00 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6.5.2021 21:41 Aukaverkanir Janssen vekja litla lukku hjá bólusettum Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum. 6.5.2021 20:54 Ók á hjólreiðamann og fór af vettvangi Ökumaður bifhjóls ók í dag á hjólreiðamann á göngustíg í Breiðholti í dag. Ökumaður bifhjólsins fór af vettvangi án þess að kanna ástanda hjólreiðamannsins, en sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. 6.5.2021 19:48 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6.5.2021 19:31 Bjarni segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með löngum málsmeðferðartíma Fjármálaráðherra segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra. Hann styðjji ekki stefnu sem reisi hæstu hindranir í vegi þeirra sem leiti hælis á Íslandi. 6.5.2021 19:31 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6.5.2021 19:21 Búast megi við miklum eldum í þessu ástandi Slökkviliðsstjórinn á Akranesi segir að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í því ástandi sem sé í dag. Búið er að lýsa yfir óvissustigi á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi vegna hættu á gróðureldum. 6.5.2021 19:19 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmdir fyrir að slást hvor við annan Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða. 7.5.2021 17:20
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7.5.2021 17:14
Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. 7.5.2021 16:49
Bein útsending: Stefnuræða Katrínar á landsfundi VG Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína á tólfta landsfundi Vinstri grænna klukkan 17:15. Vísir sýnir beint frá fundinum, en hægt er að fylgjast með ræðunni í spilaranum að neðan. 7.5.2021 16:45
Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7.5.2021 16:29
Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7.5.2021 15:28
Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7.5.2021 15:04
Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. 7.5.2021 14:48
Í farbanni vegna mannslátsins í Kópavogi Karlmaður á þrítugsaldri verður gert að sæta áframhaldandi farbanni næstu átta vikurnar að kröfu lögreglu. Maðurinn hefur stöðu sakbornings í rannsókn á mannsláti í Vindakór í Kópavogi í byrjun apríl. 7.5.2021 14:33
Gosfólkið hámar í sig pylsurnar í stórum stíl Slysavarnadeildin Þórkatla hefur komið upp sölugámi, sem kallast Ellubúð, við göngustíginn, sem liggur að gosstöðvunum við Fagradalsfjall og hefur algerlega slegið í gegn. 7.5.2021 13:20
Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. 7.5.2021 13:00
Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. 7.5.2021 12:31
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7.5.2021 12:29
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7.5.2021 12:23
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7.5.2021 11:55
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við forstöðumann sóttvarnahótelalana sem segir mögulega komið að þolmörkum á landamærum þegar kemur að skimun farþega sem hingað koma. 7.5.2021 11:38
Bein útsending: Konur og öryggi – Lyklar, piparsprey og tónlist í öðru eyranu Konur upplifa margar óöryggi í sínu daglega lífi og við hinar ýmsu aðstæður. Hvort sem það er inni á heimili, á netinu, í útihlaupum eða göngutúrum. Hvað veldur og hvaða leiðir eru til að bæta úr? 7.5.2021 11:30
Sjúkrarúm frá Akureyri gengin í endurnýjun lífdaga í Síerra Leone Aurora velgerðasjóður starfrækir þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone og afhenti 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í landinu. 7.5.2021 11:26
Aðgengið bætt að gosstöðvunum með nýjum stíg Þeir sem lögðu leið sína á gosstöðvarnar í gærkvöldi voru þeir fyrstu sem fengu að ganga nýlagðan stíg á A-leiðinni svokölluðu sem auðveldar aðgengið til muna. 7.5.2021 11:25
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7.5.2021 11:23
Nowa lista krajów wysokiego ryzyka opublikowana przez Ministerstwo Zdrowia Lista wraz z zasadami przekraczania granicy i obostrzeniami co do konkretnych krajów obowiązuje od dziś. 7.5.2021 11:02
Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. 7.5.2021 11:00
Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7.5.2021 10:52
„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. 7.5.2021 10:49
Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7.5.2021 08:48
Títan díoxíð (E171) verður ekki lengur leyfilegt aukaefni í matvælum Títan díoxíð er ekki lengur talið öruggt aukaefni í matvælum, samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi efnisins með óyggjandi hætti en ekki er hægt að útiloka skaðleg áhrif á erfðaefni út frá nýjum rannsóknum. 7.5.2021 08:37
Ísland áfram gult og staðan enn verst á Kýpur Ísland er áfram flokkað sem gult ríki á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem segir til um stöðuna á hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Uppfært kort var birt í gær. 7.5.2021 08:20
Japanir sitja uppi með tugmilljónir bóluefnaskammta Útlit er fyrir að innan tíðar muni Japan sitja uppi með tugmilljónir ónotaðra bóluefnaskammta, þar sem verulegir hnökrar eru á framkvæmd bólusetninga í landinu. 7.5.2021 08:03
Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7.5.2021 07:43
Tólf ára mætti með byssu í skólann og skaut tvo samnemendur og starfsmann Tólf ára gömul stúlka í Rigby Middle School í borginni Rigby í Idaho í Bandaríkjunum skaut á tvo samnemendur sína og starfsmann skólans í gær. Fórnarlömbin eru talin munu lifa. 7.5.2021 07:35
Sitjum áfram í köldum loftmassa af norðlægum uppruna Það eru í grunninn litlar breytingar á veðri næstu daga frá því sem verið hefur undanfarið. Víðáttumikil hæð er ennþá yfir Grænlandi og við sitjum í köldum loftmassa af norðlægum uppruna. 7.5.2021 07:16
Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. 7.5.2021 07:04
Nýr og endurhannaður Subaru Outback frumsýndur á morgun Ný og endurhönnuð kynslóð hins vinsæla Subaru Outback verður kynntur frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða, á morgun, laugardag, 8. maí milli kl. 12 og 16. 7.5.2021 07:02
Grunsamlegar mannaferðir og eldur í runna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða og elds í runna. Þá var tilkynnt um nokkur innbrot og umferðaróhöpp. 7.5.2021 06:25
25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. 6.5.2021 23:26
Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Þingkonan Elise Stefanik lýsti því yfir í dag að hún vildi stöðu þingkonunnar Liz Cheney, sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney hefur verið undir miklum þrýstingi innan flokksins fyrir að taka ekki undir falsar yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningsvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra. 6.5.2021 22:30
Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6.5.2021 22:20
Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6.5.2021 22:00
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6.5.2021 21:41
Aukaverkanir Janssen vekja litla lukku hjá bólusettum Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum. 6.5.2021 20:54
Ók á hjólreiðamann og fór af vettvangi Ökumaður bifhjóls ók í dag á hjólreiðamann á göngustíg í Breiðholti í dag. Ökumaður bifhjólsins fór af vettvangi án þess að kanna ástanda hjólreiðamannsins, en sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. 6.5.2021 19:48
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6.5.2021 19:31
Bjarni segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með löngum málsmeðferðartíma Fjármálaráðherra segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra. Hann styðjji ekki stefnu sem reisi hæstu hindranir í vegi þeirra sem leiti hælis á Íslandi. 6.5.2021 19:31
Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6.5.2021 19:21
Búast megi við miklum eldum í þessu ástandi Slökkviliðsstjórinn á Akranesi segir að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í því ástandi sem sé í dag. Búið er að lýsa yfir óvissustigi á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi vegna hættu á gróðureldum. 6.5.2021 19:19