Sýknaður af ákæru um kynferðisbroti gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:19 Maðurinn var í dag sýknaður í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára. Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun. Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun.
Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira