Fleiri fréttir

Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja

Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum.

Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana

Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar.

Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti

Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 

Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn

Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar.

Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong

Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Myndbönd af ungmennum á Íslandi sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við lögreglukonu sem lítur málið alvarlegum augum.

Frekari lokanir á norðanverðum Spáni vegna faraldursins

Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær.

Talin hafa ökklabrotnað í Reykjadal

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Reykjadal í Árnessýslu á fjórða tímanum þegar tilkynning barst um slasaða göngukonu í dalnum.

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“

Prófessor í afbrotafræði segir vaxandi stuðning við nýjar leiðir í baráttunni gegn fíkniefnum. Hann segir að það séu ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna en sú staðreynd sé hugsanleg fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingu fíkniefna. 

Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni

Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli.

Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl

Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Þrír reyndust smitaðir á landamærunum

Niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands í gær skilaði þeim niðurstöðum að þrír sem komu til landsins hafi verið smitaðir af veirunni.

Mikið kvartað undan sam­kvæmis­há­vaða í nótt

Óvenju margar kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsi komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Alls voru átján slík mál bókuð frá því klukkan 17 í gær til 5 í nótt.

Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna.

Afköst Sultartangavirkjunar skert eftir skriðu

Önnur vél Sultartangavirkjunar gengur ekki og hin er á hálfum hraða eftir að vatn gekk inn í virkjunina þegar skriða féll í afrennslisskurð fyrir neðan hana síðdegis í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína

Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 

Útgöngubanni komið á í hluta Katalóníu vegna uppgangs veirunnar

Yfirvöld hafa hert aftur á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hluta Katalóníu eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik. Íbúum svæðisins er bannað að yfirgefa það en þurfa ekki að halda sig heima eins og í upphaflega útgöngubanninu.

Flugu til móts við óvæntar rússneskar sprengjuvélar

Orrustuþotur ítalska flughersins, sem sinnt hafa loftrýmisgæslu hér á landi undanfarið, flugu í fyrrinótt til móts við rússneskar sprengjuflugvélar sem höfðu flogið án tilkynningar inn í íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið,

Engin áform um að ræða við Washington

Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu.

Sjá næstu 50 fréttir