Fleiri fréttir

BMW M7 í bígerð

Settur til höfuðs Audi S8, Jaguar XJR og Mercedes Benz S63 AMG.

Dæmdur nauðgari ákærður fyrir líkamsárás

Tæplega þrítugur karlmaður, Marcel Wojcik, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan hús við Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur í júní í fyrra.

Konur hafna ríkisstjórninni

Rúmlega þriðjungur svarenda í nýrri könnun styður ríkisstjórnina. Meiri stuðningur meðal karla en kvenna. Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir að aukin athygli á "mjúku málunum“ muni breyta stöðunni.

Afgerandi samþykki í kjöri um samninga við SA og FA

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði.

Flóttafólkið yrði innikróað

Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar.

„Óábyrgt“ verði tillögunni ekki frestað

Tillaga bæjarstjóra Kópavogs um að kaupa húsnæði fyrir bæjarskrifstofur í Norðurturninum leggst misvel fyrir en tillagan verður tekið fyrir á fundi í dag. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks segir að gaumgæfa þurfi málið betur áður en ákvörðun verður tekin.

Garðbæingar eldast hratt

Öldruðum hefur fjölgað um 300 prósent í Garðabæ frá árinu 1998. Félagsfræðingur telur mögulega ástæðu þá að ungt fólk hafi ekki efni á búsetu í Garðabæ. Formaður bæjarráðs segir bæjarstjórn skoða leiðir til að laða að ungt barnafólk.

Þolinmæðin þrotin og aðgerðir boðaðar

Vinnueftirlitið mun undantekningarlaust stöðva vinnu hjá þeim fiskvinnslufyrirtækjum þar sem öryggismál eru í ólestri. Tilmæli og aðgerðir hafa ekki dugað til að fækka slysum. Slysum fjölgar í fiskvinnslu ólíkt öðrum atvinnugreinum.

Hreinsað til í Laugardalnum

Hreinsunarstarf í Laugardal hófst fljótlega eftir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice lauk og sækist vel. Hátíðin þótti takast vel en tíu þúsund gestir sóttu hana um helgina.

Vigdís uppljóstrar hver huldumaðurinn er

Hjálpaði bandarískum kvikmyndagerðarmanni að finna hálfsystur hans á Íslandi. Hittust loksins augliti til auglitis á Íslandi eftir átta ára bréfaskriftir.

Of karllæg menning innan lögreglunnar

Kona sem brotið var á við skipun í starf aðstoðaryfirlögregluþjóns útilokar ekki skaðabótamál gegn ríkinu. Innanríkisráðherra segir breytingu á reglugerð koma til greina.

Sjá næstu 50 fréttir