Innlent

Gróðursetja í tilefni afmælis

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir. Vísir/GVA
Skógræktarfélög og sveitarfélög um land allt, í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga meðal annarra, ætla að halda upp á að þrjátíu og fimm ár eru liðin frá forsetakjöri Vigdísar Finnbogadóttur með því að gróðursetja birkitré víðs vegar um landið.

Þrjú tré verða gróðursett á hverjum stað að fordæmi Vigdísar sjálfrar. Snemma í forsetatíð sinni hóf hún að gróðursetja þrjú tré á hverjum stað sem hún heimsótti. Eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir komandi kynslóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×