Innlent

„Óábyrgt“ verði tillögunni ekki frestað

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Hér má sjá húsnæðið sem um ræðir en verði gengið til samninga þá er ætlunin að bæjarskrifstofurnar verði á þremur hæðum í þessum nýja turni við Smáralindina.
Hér má sjá húsnæðið sem um ræðir en verði gengið til samninga þá er ætlunin að bæjarskrifstofurnar verði á þremur hæðum í þessum nýja turni við Smáralindina. vísir/valli
„Í ljósi þess að við erum nú eitt skuldugasta sveitafélag landsins og höfuðmarkmið þeirra sem sitja í bæjarstjórn hefur verið að greiða niður skuldir þá finnst mér þetta óábyrgt,“ segir Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokk í Kópavogi.

Í síðustu viku samþykkti Bæjarráð Kópavogs að vísa tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að veitt verði leyfi til samninga um kaup á nýju húsnæði fyrir bæjarskrifstofur í Nýja- Norðurturninum við Smáralind og veitt verði heimild til að gefa út skuldabréf að nafnvirði 1,5 milljarða króna til 25 ára. 

Samhliða því yrði núverandi húsnæði bæjarskrifstofanna í Fannborg selt en í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Karen E. Halldórsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, að húsnæðið væri mjög illa farið.

Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta og hefur verið stofnuð Facebook-síða þar sem þessu er mótmælt.

Tillagan byggir á skýrslu sem Mannvit vann fyrir Kópavogsbæ um hagkvæmustu kosti í húsnæðismálum bæjarins.

Birkir vill að málið sé gaumgæft vel og telur ekki rétt að bæjarráð samþykki tillöguna á fundinum í dag og mun því fara fram á að henni verði frestað.

„Í raun og veru þar sem ekki er vitað hvert verðmæti Fannborgarsvæðisins er, þá er einfaldlega verið að setja skuldugt sveitafélag út í óvissuferð. Þetta minnir mig í raun á hugsunarháttinn fyrir hrun þegar fólk langaði að kaupa sér einbýlishús og átti íbúð, ákvað svo að kaupa einbýlishúsið fyrst og sjá svo til hvað það fengi fyrir íbúðina,“ segir Birkir.

„Í ljósi þess að við erum eitt skuldugasta sveitafélag landsins og höfuðmarkmið þeirra sem sitja í bæjarstjórn hefur verið að greiða niður skuldir þá finnst mér þetta óábyrgt.“ Birkir segir að skoða þurfi aðra kosti betur. Til dæmis gæti það orðið fjárhagslegra hagkvæmara til lengri tíma að byggja húsnæði undir stjórnsýslu bæjarins.

„ljósi þess að þetta mál er ekki á fjárhagsáætlun og hversu gríðarlega miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir, og jafnvel menningarlegir, þá væri það forkastanlegt ef það yrði ekki við slíkri beiðni bæjarfulltrúa að málinu verði frestað og menn hafi þá tóm til að gaumgæfa málið betur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×