Prófessor segir Framsókn bera flest einkenni þjóðernispopúlisma Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2015 12:41 Leiðtogablæti, trúin á sterkan og innblásinn leiðtoga, er eitt þeirra atriða sem skilgreina þjóðernispopúlisma, að sögn Eiríks Bergmanns. visir/vilhelm/gva „Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“ Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
„Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira