„Maður verður mjög sterkur af þessu og ég er alltaf að víkka út takmörk mín“ Hrund Þórsdóttir skrifar 22. júní 2015 20:00 Birgitta Michaelsdóttir er tvítug ævintýrakona af sjómannsættum sem ákvað eftir nám í Kvennó að skella sér í siglinganám á danskri seglskútu. Hún siglir nú um Norður-Atlantshafið í fimm mánuði, oft við afar krefjandi aðstæður. Í náminu lærir Birgitta allt sem sjómenn þurfa að kunna, svo sem siglingafræði, vélfræði og slökkvistarf. „Það er allt gert með handafli hérna um borð. Það reynir mikið á og alla leiðina til Íslands sigldum við fyrir seglum, svo ég er ansi þreytt núna, segir Birgitta. Nemendur þurfa að vera óhræddir, til dæmis við að klifra upp í mastur úti á rúmsjó, án öryggislínu og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sést að þetta er líklega ekki fyrir hvern sem er. Nemendur bera líka sjálfir ábyrgð á að stýra skipinu. „Það getur orðið mjög erfitt að stýra því þegar öldurnar koma, þær ganga jafnvel fjögurra metra háar hérna yfir okkur. Þá tekur mikið í stýrið og þá þurfum við að vera tvö, svo stýrið fari ekki bara að hringsnúast og svo við slösum okkur ekki.“ Um borð eru 63 nemendur auk tíu manna áhafnar og undir þiljum, þar sem allir borða, sofa og læra getur verið þröng á þingi. Hver og einn á sitt hengirúm sem setja þarf upp á hverju kvöldi, eins og sýnt er í meðfylgjandi myndskeiði. Fólk sefur þétt saman og Birgitta segir að nándin geti tekið mikið á. „En þetta er það sem ég vil. Ég tók þá ákvörðun að gera þetta og maður verður að notfæra sér reynsluna til fulls, allar hliðar hennar. Þetta er mikil áskorun og þetta er erfitt en það er allt í lagi því það kemur nýr dagur og við bara lifum af. Maður verður mjög sterkur af þessu og ég er alltaf að víkka út takmörk mín, á hverjum einasta degi,“ segir hún. Birgitta getur vel hugsað sér að starfa við siglingar, til dæmis á seglskipum í Karíbahafinu. „Það er mjög gaman að sigla um Norðurlöndin en það væri nú gaman að fara á hlýrri slóðir líka, einhvern tímann,“ segir hún að lokum og vetrarþreyttir Íslendingar eiga eflaust auðvelt með að skilja það. Tengdar fréttir Fór beint úr Kvennó að læra sjómennsku Birgitta Michaelsdóttir er tuttugu ára nemandi á danska skólaskipinu Georg Stage. Hún býr um borð í seglskútunni með sextíu öðrum nemendum. Hún segir að þó að það sé þröngt um fólkið sé námið mikil og skemmtileg áskorun. 22. júní 2015 09:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Birgitta Michaelsdóttir er tvítug ævintýrakona af sjómannsættum sem ákvað eftir nám í Kvennó að skella sér í siglinganám á danskri seglskútu. Hún siglir nú um Norður-Atlantshafið í fimm mánuði, oft við afar krefjandi aðstæður. Í náminu lærir Birgitta allt sem sjómenn þurfa að kunna, svo sem siglingafræði, vélfræði og slökkvistarf. „Það er allt gert með handafli hérna um borð. Það reynir mikið á og alla leiðina til Íslands sigldum við fyrir seglum, svo ég er ansi þreytt núna, segir Birgitta. Nemendur þurfa að vera óhræddir, til dæmis við að klifra upp í mastur úti á rúmsjó, án öryggislínu og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sést að þetta er líklega ekki fyrir hvern sem er. Nemendur bera líka sjálfir ábyrgð á að stýra skipinu. „Það getur orðið mjög erfitt að stýra því þegar öldurnar koma, þær ganga jafnvel fjögurra metra háar hérna yfir okkur. Þá tekur mikið í stýrið og þá þurfum við að vera tvö, svo stýrið fari ekki bara að hringsnúast og svo við slösum okkur ekki.“ Um borð eru 63 nemendur auk tíu manna áhafnar og undir þiljum, þar sem allir borða, sofa og læra getur verið þröng á þingi. Hver og einn á sitt hengirúm sem setja þarf upp á hverju kvöldi, eins og sýnt er í meðfylgjandi myndskeiði. Fólk sefur þétt saman og Birgitta segir að nándin geti tekið mikið á. „En þetta er það sem ég vil. Ég tók þá ákvörðun að gera þetta og maður verður að notfæra sér reynsluna til fulls, allar hliðar hennar. Þetta er mikil áskorun og þetta er erfitt en það er allt í lagi því það kemur nýr dagur og við bara lifum af. Maður verður mjög sterkur af þessu og ég er alltaf að víkka út takmörk mín, á hverjum einasta degi,“ segir hún. Birgitta getur vel hugsað sér að starfa við siglingar, til dæmis á seglskipum í Karíbahafinu. „Það er mjög gaman að sigla um Norðurlöndin en það væri nú gaman að fara á hlýrri slóðir líka, einhvern tímann,“ segir hún að lokum og vetrarþreyttir Íslendingar eiga eflaust auðvelt með að skilja það.
Tengdar fréttir Fór beint úr Kvennó að læra sjómennsku Birgitta Michaelsdóttir er tuttugu ára nemandi á danska skólaskipinu Georg Stage. Hún býr um borð í seglskútunni með sextíu öðrum nemendum. Hún segir að þó að það sé þröngt um fólkið sé námið mikil og skemmtileg áskorun. 22. júní 2015 09:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Fór beint úr Kvennó að læra sjómennsku Birgitta Michaelsdóttir er tuttugu ára nemandi á danska skólaskipinu Georg Stage. Hún býr um borð í seglskútunni með sextíu öðrum nemendum. Hún segir að þó að það sé þröngt um fólkið sé námið mikil og skemmtileg áskorun. 22. júní 2015 09:45