Innlent

Nafn mannsins sem lést eftir slys við Þingvallavatn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn hét Stefán Þ. Tryggvason.
Maðurinn hét Stefán Þ. Tryggvason.
Maðurinn sem lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag í kjölfar slyss við Þingvallavatn þann 11. júní hét Stefán Þ. Tryggvason. Hann var fæddur árið 1944 og til heimilis að Espigerði 16. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Mbl greinir frá nafni hins látna sem hafði verið haldið sofandi í öndunarvél í átta daga þegar hann var úrskurðaður látinn á Landspítalanum á föstudag. Hann komst aldrei til meðvitundar.

Maðurinn hafði verið við veiðar í Þingvallavatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×