Fleiri fréttir

Frans páfi lýkur Asíuheimsókn sinni

Frans páfi hefur snúið aftur til Rómar eftir vel heppnaða heimsókn til Filippseyja þar sem hann sló meðal annars met þegar sex milljónir manna voru viðstaddar messu sem hann stjórnaði utandyra í höfuðborginni Manila í gær.

Utanríkisráðherrar funda um hryðjuverkahættu

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hittast í dag til að ræða hættuna á hryðjuverkum í álfunni í kjölfar árásanna í París á dögunum og atburðanna í Belgíu þar sem talið er að með naumindum hafi tekist að koma í veg fyrir árás.

Þróa sardínu- og ansjósuþurrkun í Dúbaí

Fyrirtæki undir fána samstarfsverkefnisins Ocean Excellence sömdu í fyrra við fyrirtæki í Dúbaí um að gera tillögur vegna endurskipulagningar á þurrkun á ansjósum og sardínum þar í landi.

Engir peningar í viðamikil verkefni

Kvikmyndasjóður Íslands er nú þegar orðinn tómur hvað varðar vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum fyrir kvikmyndir sem á að frumsýna á næsta ári. Fjögurra ára samningur kvikmyndagreinarinnar við ríkið rennur út í lok þessa árs.

Kolgrafafjörður laus við síld

Lítið sem ekkert af síld hefur gengið inn í Kolgrafafjörð í vetur. Tengiliðahópur vegna síldardauðans 2012 og 2013 hefur lokið störfum. Margt bendir til að síldin hafi breytt um vetursetustöðvar og vandinn sé úr sögunni.

Trúarhópar mótmæla í Pakistan

Ólíkir stjórnmála- og trúarhópar mótmæltu í Pakistan í gær fjórða daginn í röð því sem kallað er guðlast franska tímaritsins Charlie Hebdo með birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni.

Foringjar og eldri skátar sváfu úti

Úlfljótsvatn er sagt hafa sannað gildi sitt sem útivistarparadís skáta um helgina þegar þar komu saman 150 skátar úr Reykjavík til að halda sitt Vetrarmót.

Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi

Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.

Segir dómskerfið hafa brugðist sér

„Lögfræðingurinn minn hefur giskað að á að forsjádeilan taki sex mánuði. Ég veit ekki hversu langan dvalartíma ég fæ í Bandaríkjunum,“ segir Ásta.

Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor

Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas

Konan í lífshættu

Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er á gjörgæsludeild og í lífshættu.

Hafa aflýst öllu flugi frá Keflavík

Búið er að aflýsa öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurvelli í fyrramálið vegna óveðurs. Í kvöld og í nótt er spáð óveðri SV-lands og má búast við yfir 20 m/s.

Plútó innan seilingar

Könnunarfarið New Horizons hóf sex mánaða langt aðflug sitt að Plútó í fyrradag. Farinu var skotið á loft árið 2006 með það að markmiði að svipta hulunni af þessu fyrirbæri sem lónir í jaðri sólkerfisins.

Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar

Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí.

Læknar fá að minnsta kosti 20% launahækkun

Læknar fá að minnsta kosti 20% launahækkun með samþykkt nýs kjarasamings. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk á miðnætti. Þá felur hann í sér frekari launahækkanir fyrir hluta lækna.

Hermenn komnir á göturnar vegna hryðjuverkaógnar

300 vopnaðir hermenn ganga nú um götur Brussel vegna gruns um hryðjuverkaárás á Belga. Í tilkynningu frá Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, kemur fram að hermennirnir séu til staðar til að gæta öryggis almennings meðan hryðjuverkaógnin er eins há og raun ber vitni.

Sjá næstu 50 fréttir