Innlent

Slasaður göngumaður á Esju

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út en ekki er mikið vitað um ástand mannsins.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út en ekki er mikið vitað um ástand mannsins. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist í Esjuhlíð nú fyrir stuttu. Heimildir Vísis herma að maðurinn hafi brotið báða fætur en þær upplýsingar fengust ekki staðfestar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitarliðar eru ekki mættir á vettvang en þessi frétt verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.

Uppfært: Manninum hefur verið komið á slysadeild Landspítalans. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri. Það hefur fengist staðfest að hann er fótbrotinn á báðum fótum en ekki er vitað um frekari meiðsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×