Innlent

Maður lenti í snjóflóði fyrir ofan Urðarveg á Ísafirði og slasaðist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr safni/Hafþór
Snjóflóð féll í hlíðinni fyrir ofan Urðarveg á Ísafirði nú á sjötta tímanum. Maður sem var á ferð um svæðið lenti í flóðinu og slasaðist.

Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út sem og sjúkraflutningamenn.

Maðurinn er nú kominn í börur og verið er að flytja hann niður á veg þar sem sjúkrabíll bíður hans. Hann handleggsbrotnaði og slasaðist ekki illa. Maðurinn var með öðrum manni á göngu en sá slasaðist ekki í flóðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×