Innlent

Þróa sardínu- og ansjósuþurrkun í Dúbaí

Svavar Hávarðsson skrifar
Sífellt eru þróaðar nýrri og betri aðferðir við að þurrka matvöru.
Sífellt eru þróaðar nýrri og betri aðferðir við að þurrka matvöru. Fréttablaðið/Pjetur
Fyrirtæki undir fána samstarfsverkefnisins Ocean Excellence sömdu í fyrra við fyrirtæki í Dúbaí um að gera tillögur vegna endurskipulagningar á þurrkun á ansjósum og sardínum þar í landi.

Samband komst á við áhugasama kaupendur tæknilausna fyrirtækjanna á sjávarútvegssýningunni í Brussel í fyrra þar sem Ocean Excellence kynnti nýja færanlega þurrkunarlausn. Þá eru nokkur önnur stór verkefni í burðarliðnum.

Stofnað var til verkefnisins árið 2012 en markmið þess er að þróa og selja tæknilausnir fyrir þurrkun matvæla á erlendum vettvangi. Fyrirtækin Mannvit, Samey og Haustak standa að verkefninu en Haustak er í eigu Þorbjarnar og Vísis í Grindavík.

Fyrirtækin hófu samstarf á vettvangi Íslenska sjávarklasans þar sem rætt hafði verið um tækifæri til að koma íslenskri þekkingu í fullvinnslu aukaafurða betur á framfæri erlendis.

Víða um heim er lítið sem ekkert nýtt af ýmsum aukaafurðum fisks og því töldu fyrirtækin að tækifæri kynni að vera í frekari markaðssetningu íslenskrar þekkingar á þessu sviði, ekki síst tækni til þurrkunar matvæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×