Kolgrafafjörður laus við síld SVavar Hávarðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Dauð síldin lagðist yfir fjörur og á botn fjarðarins. Mikil mengun hlaust af. fréttablaðið/vilhelm Mælingar og vöktun Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliðahópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburðum hefur lokið störfum.Þorsteinn SigurðssonÞorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldardauðans mikla sem þar varð veturinn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðastliðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnismettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsóknastofnun setti upp sírita fyrir súrefnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kolluál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sögunni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, starfaði innan sérstaks tengiliðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi.Hugi ÓlafssonHugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið afturkölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargotssíldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horfinn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburðanna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í framhaldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012.Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð.Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út – enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar.Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mælingar og vöktun Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliðahópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburðum hefur lokið störfum.Þorsteinn SigurðssonÞorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldardauðans mikla sem þar varð veturinn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðastliðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnismettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsóknastofnun setti upp sírita fyrir súrefnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kolluál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sögunni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, starfaði innan sérstaks tengiliðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi.Hugi ÓlafssonHugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið afturkölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargotssíldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horfinn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburðanna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í framhaldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012.Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð.Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út – enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar.Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira