Innlent

Hafa aflýst óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helstu vegir verið opnaðir, sem var lokað í gær vegna snjóflóðahættu.
Helstu vegir verið opnaðir, sem var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. vísir/vilhelm
Búið er að aflýsa óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Þá hefur um leið verið ákveðið að aflýsa hættustigi á Ísafirði á reit 9 sem rýmdur var í gær. Þá hafa helstu vegir verið opnaðir, sem var lokað í gær vegna snjóflóðahættu.

Vegir um Eyrarhlíð, Flateyrarveg og Súðavíkurhlíð voru lokaðir í gær og í nótt vegna snjóflóðahættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×