Innlent

Verslingar og MR-ingar kepptu í fjáröflun fyrir Ljónshjarta

Bjarki Ármannsson skrifar
Afhending söfnunarfjárins á "marmaranum“ í Versló.
Afhending söfnunarfjárins á "marmaranum“ í Versló.
Nemendur Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólans í Reykjavík afhentu á föstudag samtökunum Ljónshjarta 181.733 krónur sem söfnuðust í VÍ-MR vikunni. Sú vika er haldin árlega og keppa þar nemendur í hinum ýmsu þrautum.

Peningasöfnunin varð fyrst að keppnisgrein í fyrra. Keppnin virkar þannig að skólarnir keppast um hver getur safnað meiri pening og ákváðu skólarnir að allur ágóði úr keppninni rynni til Ljónshjarta, samtaka fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×